Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 19
13
fyrirhyggju og raunsæi. Hér þarf margs við, aukningar hús-
næðis og athafnasvæðis fyrir háskólann, aukins kennaraliðs
í þeim greinum, sem nú er fengizt við, rýmra kennslu- og
rannsóknarsviðs í háskólanum. Ennfremur verður að hafa
þessa þróun mjög í huga, þegar meta skal þarfir stúdenta á
húsnæði til bústaða og félagslegra iðkana.
Vér háskólans menn lítum á 50 ára starfstímabil háskólans
sem mikilvægt reynslutímabil. — Því er nú lokið og háskól-
inn sem stofnun hefir náð þeim þroska, að ekki er lengur
fært að leita sér afsakana í æsku hans og reynsluleysi voru.
Vér verðum að virða raunsætt starfsemi háskólans, hagi hans
og vanhagi. Háskólinn hefir fram til þessa fremur verið fræðslu-
stofnun en rannsóknarstofnun, þegar litið er á hann sem heild,
og miklu meir hefir gætt hugvísinda en raunvísinda hér við
háskólann. Þessi hlutföll hljóta að breytast. Leggja verður sí-
vaxandi áherzlu á rannsóknarstarfsemi háskólans, og ber að
stórefla og bæta rannsóknaraðstöðu hér, bæði með því að
koma upp rannsóknarstöðvum og svo með því að bæta til mik-
illa muna rannsóknar- og vinnuaðstöðu einstakra kennara hér
við skólann. Á næsta 50 ára skeiði í sögu háskólans verða ugg-
laust svo gagngerðar breytingar í starfsemi hans, að í því
efni hafa fæst spádómsorð minnsta ábyrgð. Eitt er þó auð-
sætt: raunvísindarannsóknir og háskólafræðsla og þjálfun í
þeim mikilvægu greinum mun setja mjög mark sitt á háskól-
ann til frambúðar. Samkvæmt ósk háskólans hafa verið samd-
ar ítarlegar og vandlega undirbúnar tillögur um raunvísinda -
stofnun við háskólann, og mun hin mikla og mikilsmetna gjöf
Bandaríkjastjórnar ugglaust flýta mjög fyrir framkvæmd
þeirra. Þá hefir verið ákveðið að leggja á næstunni í það stór-
virki að reisa læknadeildarhús, sem mun bæta stórlega að-
stöðu læknadeildar til kennslu og rannsókna, en jafnframt
losnar þá allmikið húsrúm í aðalbyggingu háskólans, er nota
mætti til að bæta rannsóknar- og kennsluaðstöðu annarra
deilda. Enn er mjög tímabært að kanna frekar en orðið er
möguleika á að stofna til kennslu í náttúrufræði eða einstök-
um greinum hennar, og mjög er orðið brýnt að endurskoða