Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 21
15
vorum, útgáfu þeirra og varðveizlu með þeim hætti, að tryggð
sé góð rannsóknaraðstaða. Háskólinn hefir af sinni hálfu sett
fram tillögur um handritastofnun og telur það eitt veigamesta
hlutverk sitt að varðveita handritin og stuðla að rannsókn
þeirra.
Vér lítum um farinn veg, blessum minningu þeirra, sem
starfað hafa við háskólann eða numið hafa við hann og eru
eigi lengur á meðal vor. Vér flytjum þakkir öllum þeim, sem
stutt hafa háskólann og eflt harm, minnumst velgerðarmanna,
er fært hafa skólanum gjafir, og alls almennings, er margsinnis
hefir sýnt háskólanum vinsemd og styrkt hann á marga lund.
Vér ölum þá von, að háskólinn muni eflast stórlega á næstu
áratugum og megi ávallt rækja „einstaklingsmenntun, sem
heildinni er gagn að ....“, svo sem skáldið komst að orði.
Vér vonum, að tengslin milli kandídata og háskólans megi
eflast og að háskólinn geti enn betur en orðið er náð til
þjóðarinnar allrar, svo sem upphafsmenn háskólans dreymdi
um. Vér þökkum ágætan stuðning erlendis frá, -þ. á m. störf
hinna erlendu sendikennara, sem háskóla vorum hefir verið
mikill styrkur að. Vér minnumst stúdenta háskólans, sem eru
lifæð hans, og vonum, að þeim megi vel vegna á þekkingar-
og þroskabraut.
„Gátur lífsins leiftra í önd,
landnám andans fara í hönd.“
Svo kvað Einar skáld Benediktsson. Vér treystum því, að nýtt
landnám andans fari í hönd. Vér leggjum vongóðir og bjart-
sýnir á bratta næstu aldarhelftar. Megi hollvættir vera háskóla
vorum ávarðar.
Þá fluttu ávörp forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, borgarstjórinn í
Reykjavík, Geir HaTlgrímsson og forseti Þjóðræknisfélags ls-
lendinga í Vesturheimi, próf. dr. Richard Beck. Fara ávörp
þeirra hér á eftir.