Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 25
17
eins og þjóðin sjálf, og efnin af skornum skammti. En manns-
efnið sjálft, bæði meðal kennara og nemenda, veldur miklu í
þeirri sókn, sem hér er háð, til betri lífskjara og göfugs þjóð-
lífs á öllum sviðum. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“ er
hin sameiginlega játning trúar og vísinda. Sá sannleikur nær
langt út yfir það, sem auga og eyra nær til, og djúpt til hans
að kafa undir rætur hins aldna lífsins trés.
Háskólanum var kjörinn afmælisdagur Jóns Sigurðssonar.
Háskólinn er hið virðulegasta minnismerki, sem þjóðin hefir
reist sínum mikla foringja, lifandi stofnun, starfandi í hans
nafni og anda!
Ávarp menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar:
Herra forseti Islands, virðulega forsetafrú, herra rektor,
háttvirtir hátíðargestir.
Ríkisstjórn Islands flytur Háskóla Islands hugheilar árnaðar-
óskir á hálfrar aldar afmæli hans. Hún þakkar starf hans í
50 ár, skerf hans í íslenzkri menningu, hlutdeild hans í þvi,
að Islendingar eru það, sem þeir eru, sjálfstæð þjóð í lýð-
frjálsu ríki.
1 tilefni þess afmælis, sem nú er haldið hátíðlegt, hefir rík-
isstjómin ákveðið að leggja fyrir Alþingi, er það kemur sam-
an innan fárra daga, frumvarp til laga um að koma á fót
stofnun við háskólann til rannsóknar á íslenzkum handritum,
fornum og nýjum. Er gert ráð fyrir, að 3 fastir starfsmenn
vinni við stofnunina og verði einn þeirra jafnframt prófessor
við heimspekideild. En auk þess er ætlazt til, að þrír styrk-
þegar hafi starfsaðstöðu við stofnunina á ári hverju. 1 frum-
varpi því til fjárlaga fyrir næsta ár, sem lagt verður fyrir
Alþingi í þingbyrjun, er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessarar
nýju háskólastofnunar að upphæð rúmlega hálf milljón króna
árlega. Ríkisstjórnin hefur tekið þessa ákvörðun í einlægri
von þess, að slík stofnun mætti verða til þess að efla Háskóla
Islands á því sviði, þar sem skyldur hans eru ríkastar, við
3