Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 29
19
ministras munere suo nobili fungi oportet, nunc etiam cari-
tatis veste indui debent. Quod signum magnumque temporum
est momentum.
Utinam Universitati Islandiae ea fortuna contingat, ut ali-
quid ad tales scientias corroborandas conferat, quae funda-
menta sunt omnis progressus et ad eam caritatem confirman-
dam, quae fortunae verae est principium.
Ávarp Geirs HaUgrimssonar borgarstjára:
Reykjavík er elzta byggða bólið á íslandi, en vissulega hafa
ýmsir aðrir staðir framan af um flestar aldir staðið Reykjavík
framar sem lærdómssetur.
Fyrsta tilraun til skólahalds í Reykjavík fór í raun og veru
út um þúfur, en á fimmta tug síðustu aldar fór það hins vegar
saman í kjölfar nokkurrar atvinnulegrar vakningar, að Alþingi.
var endurreist og latínuskólinn og prestaskólinn voru settir i
Reykjavík. — Varð þá að sannmæli, að bærinn gat „orðið
aðalstaður sá, sem vér þurfum að hafa, og orðið menntum
þjóðarinnar og framförum að mestum notum“.
Einn mikilvægasti þátturinn í því að gera Reykjavík að
aðalstað lands vors var stofnun Háskóla Islands fyrir 50 árum
í 10 þúsund manna bæ.
Háskólinn er nú prýði höfuðborgarinnar, vé innan hennar,
en um leið stofnun, er safnað hefir til borgarinnar mætum
mönnum til kennslu og náms, sem sett hafa svip sinn á borg-
ina. Kennarar og nemendur hafa tekið virkan þátt í bæjarlíf-
inu og stjórn bæjarmálefna og tvívegis hefir borgarstjórinn
í Reykjavík verið valinn úr kennaraliði háskólans.
Eftir því sem betur hefir tekizt að greiða æskumönnum
Islands götu til mennta í háskóla, hefir Reykjavík og þjóðinni
allri orðið það hinn mesti styrkur, að háskólinn hefir verið
vettvangur æskumanna úr öllum landshlutum og stéttum þjóð-
félagsins, þar sem gagnkvæm kynni hafa vaxið.
Reykjavík hefir vissulega notið mikils beint og óbeint af