Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 30
20
starfsemi háskólans og það er vilji borgarbúa og borgaryfii-
valda að sýna þakklæti sitt í verki og búa sem bezt að þess-
ari mikilvægu menntastofnun.
Á bæjarráðsfundi í dag var samþykkt að gefa háskólanum
fyrirheit um lóðir, allt að 100 þús. m2 að stærð, suðaustur af
núverandi háskólalóð, svo og vestan Suðurgötu, til þess að
greiða fyrir því að efla megi starfsemi Háskóla Islands í nán-
um tengslum við aðalstöðvar stofnunarinnar.
Það er von vor, að sem þjóðskóli Islendinga njóti háskólinn
Reykjavikur eigi síður en Reykjavík hans.
Höfuðborgin flytur Háskóla Islands innilegar hamingjuóskir.
Ávarp prófessors, dr. Richards Beck:
Herra forseti Islands, háttvirta forsetafrú, herra rektor Há-
skóla Islands, háttvirtu hátiðargestir.
Fagur er morgunroðinn á íslenzkum fjöllum, þegar vorið
fer vermandi geislahendi um hauður og haf. Sama eðlis er sá
bjarmi hækkandi dags, sem ljómar yfir endurreisnarsögu þjóð •
ar vorrar á 19. öldinni. Rætur Háskóla Islands, sem við hyllum
að verðleikum á þessum degi, liggja djúpt í mold þessa vakn-
ingar- og viðreisnartímabils. Með stofnun hans rættist að eigi
litlu leyti draumur langsýnna hugsjónamanna þjóðar vorrar á
öldinni sem leið, draumurinn sérstaklega, sem Jón Sigurðsson
dreymdi, er hann ræddi um þjóðskóla á Islandi.
Eins og vera ber er háskólinn eitt af allra kærustu óska-
börnum þjóðar vorrar. Einnig á hann, eins og komið hefir
fram með mörgum hætti, djúp og víðtæk ítök í hugum Islend-
inga í Vesturheimi. Fer það að vonum, því hann er vörður
og vermireitur þeirra dýrmætu menningarerfða, sem þjóð-
ræknisstarf vort, Islendinga í Vesturheimi, grundvallast á,
tungunnar, sögunnar og bókmenntanna. Jafnframt á Þjóð-
ræknisfélagið mikla þakkarskuld að gjalda mörgum kennurum
háskólans fyrir minnisstæðar og áhrifaríkar heimsóknir þeirra
og ræðuhöld vestan hafsins á vegum félagsins.