Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 31
21
Mér er það því sérstaklega Ijúft að flytja eftirfarandi af-
mæliskveðju af hálfu Þjóðræknisfélagsins: „Heill Háskóla Is-
lands fimmtugum! Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi
sendir honum hugheilustu kveðjur á þeim merku tímamótum
í sögu hans. Draumurinn, sem rættist með stofnun hans, hefir
í vaxandi mæli orðið að veruleika, landi og lýð til ríkulegrar
blessunar. Jafnframt hefir háskólinn aukið drjúgum hróður
þjóðarinnar út á við. Vér Islendingar í Vesturheimi höfum
einnig notið með mörgum hætti ávaxtanna af fræðilegu og
menningarlegu starfi hans. Minnugt alls þessa vottar Þjóð-
ræknisfélagið Háskóla Islands þökk sína og virðingu og óskai
honum gæfuríkrar framtíðar."
1 djúpri þökk fyrir mér auðsýndan heiður og fyrir allt, sem
kennarar Háskóla Islands hafa verið mér í fræðigrein minni,
færi ég háskólanum einnig mínar persónulegu heillaóskir. Hann
er vaxandi stofnun þar sem gróandinn ræður ríkjum og hon-
um brosir því fögur framtíð. En sígild eru spakleg orð Kletta-
fjallaskáldsins: Sælar reynast sönn á storð .... sú mun ein
að gróa.
Herra rektor: 1 þeim anda afhendi ég þér kveðjuávarp Þjóð-
ræknisfélagsins sem sýnilegt tákn þakkarhuga og ræktarhuga
þess og Vestur-lslendinga til Háskóla Islands.
Síðan söng blandaður kór undir stjórn dr. Páls Isólfssonar
úr Háskólaljóðum Þorsteins Gíslasonar „Þú eldur, sem brenn-
ur við alvalds stól“. Lag eftir dr. Pál Isólfsson.
Að því búnu fluttu þessir menn kveðjur: forseti Vísinda-
félags Islendinga, dr. med. Sigurður Sigurðsson landlæknir,
varaformaður Bandalags háskólamanna, Sveinn S. Einarsson
verkfræðingur, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, MattMo.s
Jóhannessen ritstjóri, og formaður Stúdentaráðs Háskóla Is-
lands, Hörður Sigurgestsson stud. oecon. Fara kveðjur þeirra
hér á eftir: