Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 32
22
Dr. Sigurður Sigurðsson:
Mér er það sérstök ánægja og sæmd að flytja Háskóla Is-
lands þakkir og heillaóskir frá Vísindafélagi Islendinga á hálfr-
ar aldar afmæli hans.
Vísindafélög og háskólar eru að eðli tengd í sameiginlegri
virðingu á markverðum sannindum, skipulegri leit að þeim
og raunsannri fræðslu um þau.
En Háskóli Islands og Vísindafélag íslendinga eru og tengd
sérstæðari böndum. Stofnun Háskóla Islands var á sínum tíma
ljóst dæmi um það, að þjóðin skildi, að máttur hennar, líf
og tilvist var undir mennt hennar kominn: Tantum possumus,
quantum scimus. — Vísindafélagið var stofnað í sama anda
þann 1. des. 1918, en hvatamenn þess og stofnendur voru allir
kennarar við Háskóla Islands.
Félagið hefir ávallt átt góð skipti við háskólann, og þó jafn-
an þegið meir en það gaf. Það hefir átt athvarf í húsakynnum
háskólans, og hann hefir veitt óbeinan fjárstuðning til útgáfu
sumra af ritum félagsins.
Fyrir þetta er Vísindafélagið háskólanum einkar þakklátt.
Þó er félagið enn þakklátara fyrir það, að háskóli svo fá-
mennrar þjóðar hefir ótrauður og undanbragðalaust rækt
skyldu sína við vísindin og gefið þar fagurt fordæmi þeim, er
við munu taka við meira fjölmenni og rýmri hag.
Sú er von mín og ósk, að þjóðin megi ætíð skilja, að máttur
hennar, líf og tilvist er undir mennt hennar kominn, og svo
verði að háskólanum búið sem þeim skilningi hæfir.
Til staðfestu á þakklæti og heillaóskum færi ég háskólan-
um litla gjöf frá Vísindafélaginu, það er bréffergja af íslenzku
bergi, og fylgir sú ósk síðust, að gifta Háskóla Islands megi
jafnan vera traust sem berg landsins.
Sveinn S. Einarsson:
Herra rektor!
Á þessum minnisverðu tímamótum æskir Bandalag háskóla-
manna þess að votta Háskóla íslands virðingu og þakklæti.