Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 33
23
Engir eiga háskólanum meira að þakka en þau hundruð
menntamanna og kvenna, er þar nutu fræðslu og handleiðslu
til undirbúnings margvíslegra starfa í þjóðfélaginu, og hinir,
sem lengra þurftu að leita, ala ekki síður þá von í brjósti,
að vegur Háskóla íslands megi vaxa og að æ fleiri svið þekk-
ingarinnar verði dagleg viðfangsefni hans.
Eitt af meginverkefnum Bandalagsins og þeirra sérgreina-
félaga háskólamenntaðra manna, sem það skipa, er að stuðla
að bættri aðstöðu til vísindalegra starfa á Islandi, og auknum
skilningi landsmanna á gildi þeirra. 1 þessari viðleitni hlýtur
efling Háskóla Islands jafnan að sitja í fyrirrúmi.
Bandalag háskólamanna hefir í dag gefið út bók, sem helg-
uð er Háskóla Islands og ber heitið Vísindin efla alla dáð.
1 bókinni eru 25 ritgerðir, er fjalla um nokkrar þeirra mörgu
greina vísinda, sem nú eru iðkaðar á Islandi. Hvert hinna ell-
efu félaga fræðimanna, sem aðild eiga að bandalaginu, hefir
lagt eina eða fleiri greinar til rits þessa.
Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefir sýnt banda-
laginu þá velvild, að rita nafn sitt fyrstur 532 háskólamennt-
aðra manna í ýmsum fræðigreinum á heillaóskaskrá bókar-
innar til Háskóla Islands á hálfrar aldar afmæli hans.
Það er ætlun bandalagsins, að ágóði af útgáfu bókarinnar
renni óskiptur til Háskóla Islands, og verði varið til eflingar
menningar- og félagsmálastarfsemi eldri og yngri stúdenta, og
til þess að treysta tengsl þeirra við háskólann. Verður sjóður
þessi afhentur rektor til vörzlu og ráðstöfunar innan langs tíma.
Herra rektor.
Ég hefi þann heiður að biðja yður að taka við fyrsta ein-
taki bókarinnar, Vísindin efla alla dáð, sem gjöf til Háskóla
Islands frá Bandalagi háskólamanna.
Matthías Jóhannessen:
Á síðasta aðalfundi Stúdentafélags Reykjavíkur var skipuð
nefnd fimm fyrrverandi formanna félagsins undir stjórn Péturs
Benediktssonar bankastjóra, í því skyni að hefja fjársöfnun