Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 34
24
til kaupa á gjöf handa Háskóla Islands á þessu merkisafmælí
hans. Um leið og Stúdentafélag Reykjavíkur sendir háskólan-
um hugheilar afmæliskveðjur, leyfi ég mér að tilkynna stjórn-
endum hans, að Stúdentafélagið hefir ákveðið að gefa honum
Sæmund fróða á selnum, bronsstyttu eftir einn af ágætustu
listamönnum þjóðarinnar, Ásmund Sveinsson.
Sæmundur er einn fyrsti stúdent íslenzkur og frægastur af
námi sínu við Svarta skóla í París, þar sem stytta Ásmundar
er gerð. Hann er ein frægasta þjóðsagnapersóna í íslenzkum
bókmenntum og eru viðskipti hans og kölska einkum í minn-
um höfð. Þessi íslenzki Faust gerði oft kaup við höfðingja
myrkursins, en fór aldrei halloka í þeim viðskiptum, seldi
aldrei sál sína við nokkru verði. Mundi það ekki geta verið
okkur, sem nú lifum, í senn hvöt og vegvísir í baráttunni við
hið illa? Næst komst kölski þessum íslenzka bóndasyni, þegar
hann handfesti skugga hans í Svarta skóla. En skuggalaus
náði Sæmundur sér síðar niðri á honum, því hann hafði margt
gagn af kölska og lét hann jafnvel moka fyrir sig f jósið í Odda.
Slík hjálp yrði áreiðanlega vel þegin á ýmsum bæjum, eins
og nú er háttað.
Þegar Sæmundur fór heim til Islands, samdi hann við myrkra-
höfðingjann um að flytja sig, eins og kunnugt er. Ef honum
tækist að koma Sæmundi á land á íslandi án þess að væta
kjóllaf hans í sjónum, mátti hann eiga Sæmund. En Sæmund-
ur sá við vélabrögðum hans og rotaði hann með Saltaranum,
áður en á land kom.
Þessi þjóðsögn á sérstakt erindi við þá myrkratíma, sem við
nú lifum: að djöfuls afl og engils veldi sé af sömu rót og því
oft erfitt að greina á milli, en hverjum og einum sé skylt að
afla sér þeirrar þekkingar sem ein getur staðizt brögð þeirra
myrkraafla, sem sífelldlega sitja um manndóm okkar og heil-
indi. Það hefir verið trú íslenzku þjóðarinnar um aldaraðir.
að í þessari baráttu sé Saltarinn vopna beztur.
Stytta Ásmundar er sérkennileg að því leyti, hve fletir henn-
ar eru köntóttir. Um það hefir listamaðurinn sagt: Við göng-
um í skóla til að slípa af okkur vankanta skilningsleysis og