Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 47
35
Magnússon og Guðbrandur Vigfússon, er voru samtímis í Cam-
bridge og í Oxford, báðir miklir menn á sínu sviði. Matthias
Jochumsson sagði um Guðbrand, er hann lauk æfi sinni í
Oxford, að hann væri Islands óskmögur, Englands kjörsonur,
einn hinna átján ódauðlegu.
Við skulum rekja hugann lengra aftur í tímann, hugsa um
Grím Thorkelin. Eins og kunnugt er var það hann, sem fyrst-
ur vakti athygli á Bjólfskviðu, langmerkasta kvæðinu á fom-
ensku, og lét prenta hana árið 1815. Sannast að segja eigum
við Bretar mikið að þakka lærdómsmönnum íslands, bæði
þeim framliðnu og ekki síður þeim, sem eru enn á lífi og em
með okkur í dag.
En eiga ekki Islendingar nokkuð að þakka brezkum fræði-
mönnum? Ég hugsa að svo sé. Ekki má gleyma því, að hinn
heilagi biskup Þorlákur var um tíma í Lincoln á austurströnd
Englands. Hann nam þar mikið nám, farsællegt bæði sér og
öðrum. Systursonur Þorláks, hinn ágæti Páll biskup, fór fyrsí
til Orkneyja og þaðan suður til Englands, þar sem hann nam
svo mikið nám, að trautt vora dæmi til. Þegar á 11. öld voru
enskir lærdómsmenn starfandi á Islandi. Má nefna Bjarnharð
hinn bókvísa og Hróðólf á Bæ. Hugsanlegt er, að slíkir menn
hafi fyrst kennt Islendingum að skrifa á bókfell, og án ritlist-
arinnar hefðu íslenzkar bókmenntir aldrei orðið til.
Ég er nú farinn að verða nokkuð langorður, en það sem ég
á við er, að íslenzkir og brezkir fræðimenn hafa unnið í sam-
einingu í tíu aldir og þeir gera það enn.
Herra rektor: Ég þakka Háskóla íslands og óska honum til
hamingju af hálfu háskólanna i Bretlandi og um leið vil ég
þakka fyrir sjálfan mig.
Prófessor, dr. Séamus Ó Duilearga, University College, Dublin:
Presidi et Senatui Universitatis Islandiae, Senatus Universi-
tatis Nationalis, Hiberniae.
Salutem plurimam dicit.
Apud Islandiae fastorum auctores eos qui illum librum singu-