Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 56
42
izt hafa í dag. Metur háskólinn mjög mikils þann vinarhug
og þá viðurkenningu, sem í þessu felst.
Ég leyfi mér að þakka herra forseta Islands góðar óskir hans
og vinsamleg ummæli. Ég þakka hæstvirtum menntamálaráð-
herra mikilsmetnar árnaðaróskir hans, og Háskóli Islands
fagnar mjög fyrirheiti um myndarleg framlög ríkisins til hand-
ritastofnunar, sem miklar vonir eru við tengdar og mun vissu-
lega gegna mjög mikilvægu hlutverki. Þá er það einnig mikið
fagnaðarefni, að ríkisstjórn tekur nú upp þráðinn, þar sem
hann slitnaði 1920, og hyggst leggja fé af mörkum til háskóla-
bókasafns. önnur framlög, sem hæstvirtur ráðherra gat um,
þakka ég einnig mjög vel.
Ég þakka hæstvirtum borgarstjóra Reykjavíkur og bæjar-
stjórn fyrir stórmyndarlega úrlausn á lóðamálum háskólans.
Bæjarstjórn hefir sýnt með ályktun sinni, að hún skilur það
vel, að Reykjavík er háskólabær og vill vera háskólabær. Með
þessari ályktun er háskólanum tryggt mikið og samfellt at-
hafnasvæði til vaxtar og eðlilegrar þenslu næstu áratugina,
og er þessi úrlausn ómetanleg fyrir framfarir háskólans.
Ég þakka góðar árnaðaróskir frá löndum vorum vestan hafs,
en allir Islendingar austan hafs óska þess einlæglega, að tengsl
vor við landana vestra megi eflast.
Ég flyt Vísindafélagi Islendinga þakkir fyrir vinsamlegar
kveðjur og góða gjöf og árna félaginu allra heilla í merku starfi
þess. Ég þakka Bandalagi háskólamanna innilega góðar árn-
aðaróskir og hið merka og fagra afmælisrit, sem Háskóli Is-
lands telur sér mikla sæmd að. Háskólans menn munu taka
til gaumgæfilegrar athugunar þær tillögur og ábendingar, sem
í bókinni felast. Vér metum mjög mikils þessa miklu vinsemd
og þá ræktarsemi við háskólann, sem felst í þessu myndarlega
framtaki bandalagsins. Bókin er órækt merki þess, að nú fara
í hönd tímar með auknum tengslum háskólans við kandídata
sína, en öll er slík þróun mikill styrkur fyrir háskólann.
Ég þakka mikilsmetnar kveðjur Stúdentafélags Reykjavíkur,
þessa merka og gróna félags. Háskólinn flytur félaginu alúðar-
þakkir fyrir hina ágætu gjöf — listaverkið mun sífellt benda