Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 58
44
sótt hafa hátíð vora og hafa heiðrað háskólann með þeim hætti.
Athöfninni lauk með því, að þjóðsöngurinn var leikinn og
sunginn af Sinfóníuhljómsveit Islands og blönduðum kór und-
ir stjórn dr. Páls Isólfssonar.
HÁSKÓLAHÁTÍÐ
7. október 1961.
Háskólahátíð var haldin í samkomuhúsi háskólans laugar-
dag 7. október 1961, að viðstöddum forseta Islands, herra
Ásgeiri Ásgeirssyni, forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur, fulltrúum
erlendra háskóla og ýmsum öðrum gestum, kennurum og stú-
dentum.
Athöfnin hófst með því, að prófessor, dr. phil. & litt. & jur.
Sigurður Nordal flutti ræðu þá, er hér fer á eftir:
í upphafi var orðið.
I.
Fyrir 127 árum, síðla sumars 1834, steig ungur guðfræðing-
ur að nafni Tómas Sæmundsson á land í Reykjavík eftir sjö
ára dvöl erlendis. Hann hafði lokið prófi frá Kaupmannahafn-
ar háskóla og síðan tekið peningalán til þess að ferðast tvö ár
um höfuðlönd Norðurálfu, hafði meðal annars dvalizt lengi í
Berlín, Róm og París. Þetta var á þeim tímum alveg einstakt
framtak af Islendingi. Þeir, sem ætluðu sér mestan hlut, þótt-
ust góðu bættir, ef þeir kæmust til Hafnar, — og fæstir hefðu
jafnvel ráðizt í þá utanför, nema Garðstyrksins hefði notið við.
Tómas Sæmundsson hefir sjálfur lýst heimferð sinni og
heimkomu í Bréfi frá Islandi, sem prentað er í fyrsta ári
Fjölnis, 1835. Þar víkur hann að því, hvernig honum hafi ver-
ið innan brjósts, þegar hann var að hverfa frá Höfn til þess að
verða sveitaprestur heima. Hann vissi, að hann mundi sakna