Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 61
45
margs, sem hann væri nú að skiljast við fyrir fullt og allt.
En ríkastur var honum í huga fögnuðurinn að vitja aftur ætt-
jarðar sinnar, vilji hans og vonir að verða henni að sem mestu
gagni. Til þess hafði hann reynt að afla sér allrar þeirrar
menntunar og víðsýni, sem kostur var á.
Hvernig var nú aðkoman á fslandi og í höfuðstað þess fyrir
þennan unga fullhuga?
n.
Undanfarin ár höfðu verið fslendingum hagstæð, eftir þvi
sem þeir áttu að venjast. Mannfjölgunin var, eins og jafnan,
öruggasta merkið. Fyrstu tuttugu ár aldarinnar hafði fólkinu
ekki fjölgað nema um einar tvær þúsundir, en frá 1821 til
1833 um fimm þúsundir. Auðsætt er, að þessi góðæriskafli
hafði glætt bjartsýni sumra þeirra manna, sem þá voru að
vaxa upp, gefið þeim trú á, að svo mundi halda áfram og þjóð-
in fara að réttast úr kútnum. En til voru aðrir menn, eldri og
reyndari, sem töldu þessa fjölgun varhugaverða og jafnvel
ískyggilega.
Einmitt sama ár sem Tómas Sæmundsson fór heim til ís-
lands, kom út í Kaupmannahöfn dálítill bæklingur á dönsku:
Om Islands Folkemængde og oekonomiske Tilstand (Um mann-
fjölda fslands og efnahag). Höfundur var Bjarni Thorsteinsson,
amtmaður á Vesturlandi, einn vitrasti og virtasti fslendingur
um sína daga. Hann ber í þessu riti upp tvær spurningar:
Getur fsland framfleytt þeim mannfjölda, sem nú er í landinu?
Er æskilegt, að þjóðinni fjölgi meir en þegar er orðið? Fyrri
spurningunni svarar hann játandi, og þó með allri varúð. En
þeirri síðari treystir hann sér ekki til að svara öðruvísi en
neitandi. Meiri fólksfjölgun verði að minnsta kosti að gerast
nijög hægt, ef vel eigi að fara.
Bjarni Thorsteinsson reisir þessar niðurstöður sínar á ræki-
legum athugunum á bjargræðisvegum þjóðarinnar. Hann get-
ur þess, að um akuryrkju sé ekki að ræða á íslandi og þar
geti varla þróazt neinn iðnaður. Um fiskveiðarnar bendir hann
•neðal annars á, að aflabrögð séu stopul og gæftir misjafnar,