Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 63
47
ir samtíðarmenn hans voru ekki einungis vantrúaðir á afkomu-
skilyrði Islendinga, heldur á þjóðina sjálfa. Þótt svo ætti að
heita, að fólk væri nú hætt að falla af hoi og harðrétti, eimdi
margvíslega eftir af áhrifum hallæranna á heilsufar og táp,
dugnað og framtakssemi, enda svalt fólkið enn oft og einatt
hálfu hungri. Hætt var við, að ónytjungum og alls konar van-
metalýð mundi fjölga meir að tiltölu en hinum, sem vildu
bjarga sér og gátu bjargað sér.
Einstaka yngri mönnum fannst amtmaður of bölsýnn í riti
sinu, einkum á framtíð fiskveiðanna, sem gætu orðið örugg-
ari og arðvænlegri, ef þiljubátar kæmu í stað opinna báta.
En reynslan sýndi, að gagngerðar breytingar á útgerðinni áttu
langt í land. Islendinga skorti bæði fé til þess að afla sér betri
skipa og kunnáttu að fara með þau, og þeir voru tortryggnir
á ailar nýjungar.
Svo aðdáanleg sem framsókn þjóðarinnar var að sumu leyti
á nítjándu öldinni, kom árangurinn fyrir efnahag hennar og
lífskjör raunalega hægt og seint. öldin var oft og einatt hörð,
þótt með minni ósköpum væri en hin átjánda. Það fór líka
svo, að hin öra mannfjölgun, sem Bjarni Thorsteinsson óttað-
ist, hélt ekki áfram. Heilsufar, aðbúnaður og árferði sáu fyrir
því, án þess að fæðingum fækkaði. Milli 1840 og 1850 dó nær
þvi þriðja hvert barn, sem fæddist, þegar á fyrsta ári, — milli
1850 og 1860 var meðalaldur karla 32 ár, kvenna 33, — ennþá
milli 1880 og 1890 fækkaði fólkinu í landinu, enda vesturfarir
þá komnar til sögunnar. Þegar gætt er framfaranna i ýmsum
löndum Norðurálfu, má til sanns vegar færa, að Islendingar
hafi undir lok nítjándu aldar að sumu leyti verið lengra á eftir
öðrum þjóðum en nokkru sinni fyrr. Þess vegna getum við
tæplega láð þeim mönnum, sem að loknum fyrsta þriðjungi
þeirrar aldar voru varkárir í spádómum sínum um framtíðina.
m.
Ef litið er nú á Reykjavík á því herrans ári 1834, eftir að
hún að nafninu til hafði verið höfuðstaður í nærfellt hálfa öld,
er fljótsagt, að hún var enn þá vesalli en svaraði högum þjóð-