Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 69
51
hillingum, skrifaði svo rækilega um nýtingu áburðar, að varla
hafa aðrir betur gert. Hann varð fyrstur til þess að líta á
skuldaskipti Islendinga og Dana af fullri bersýni, og hann rit-
ar um verzlunarástandið með sömu glöggskyggni. Tómas var
ekki einungis ólíkur þeim vinum sínum Jónasi og Konráði að
dugnaði, heldur engu síður að hagnýtum áhuga og hyggind-
um, jafnvel að hófsemi í deilum við andstæðinga, þrátt fyrir
stórlyndi sitt.
Um skynsamlegt vit Jóns Sigurðssonar þarf ekki mörgum
orðum að eyða. Engum var ljósara en honum, að bættur efna-
hagur og sjálfsforræði þurftu að haldast í hendur. Án frelsis
gat þjóðin ekki haft svigrúm til þess að rétta við efnalega.
Án traustari efnahags gat hún ekki varðveitt þetta frelsi.
Jóni var fullkunnugt um fátækt landsins. En hann taldi þessar
afborganir líka nauðsynlegar fyrst í stað, eftir að þjóðin hefði
fengið fjárforráð. Sumum samherjum hans, sem hið pólitíska
sjálfstæði var fyrir öllu, fannst hann jafnvel með þverlyndi
sínu í fjárhagsmálinu vera að tefla sjálfstæðismálinu í voða og
þótti þetta þref um peninga slíkum manni varla samboðið.
En fyrir þessu má sízt af öllu gleyma, — og síðari kynslóð-
um er ef til vill erfitt að skilja það til hlítar, — hvílíka trölla-
trú, hvílíkan ofurhug og óbilandi bjartsýni þurfti til þess að
hefja þá sjálfstæðisbaráttu, sem Jón hóf 1840 og háði síðan
undansláttarlaust alla ævi, eins og högum Islands var þá hátt-
að, almenningur svefnþungur og æðstu menn þjóðarinnar íhalds-
samir. Jón Sigurðsson var ekki minni skapmaður en Tómas
frændi hans, þótt hann stillti skapi sínu betur, ekki minni sjá-
andi, þótt hann flíkaði sjaldan draumum sinum. Víst var hann
þrautseigur. En jafnframt er yfir persónu hans og öllum lífs-
ferli bjarmi þess leiðtoga, sem veit, að hann er kallaður og
kjörinn af forsjóninni til þess að vísa þjóð sinni veginn út úr
eyðimörkinni.
Eg skal einungis minna á eitt dæmi þess, hvernig Jón Sig-
urðsson gat komizt að orði, þegar hann einstöku sinnum leyfði
sér að vera jafnstórorður sem hann var stórhuga, enda ekki
ástæðulaust að rifja það upp við þetta tækifæri. Einum sjö