Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 70
52
árum eftir að Bréf Tómasar birtist í Fjölni, skrifar Jón Um
skóla á Islandi í Ný félagsrit (1842) og ber þar fram hug-
myndina um þjóðskóla. Þar standa þessi eftirminnilegu orð:
„Vér eigum að hefja hugann hátt (auðkennt af Jóni) og sýna
dugnað vorn og ættarmegin það, sem vér ættum að hafa frá
enum frægu forfeðrum vorum, í því að sigra allar þær hindr-
anir, sem sigraðar verða með afli auðs og kunnáttu." Þetta er
mælt til þjóðar, þar sem sjálfur höfuðstaðurinn var ekki beisn-
ari en svo, að dálítill barnaskóli, sem komið var upp í Reykja-
vík 1831, var lagður niður seytján árum síðar vegna féleysis.
Ef það væri ekki Jón Sigurðsson, sem á þessum tímum var
að tala við Islendinga um að „sigra allar hindranir með afli
auðs og kunnáttu“, mundum við ekki geta kallað það annað
en skrum og skjal.
VI.
En um leið og við verðum að játa, að þeir Tómas og Jón
hafi verið hvort tveggja í senn: furðulegir ofurhugar og allra
skynsömustu menn, — um leið og við verðum að viðurkenna,
að draumar þeirra hafi rætzt framar öllum líkindum, ef born-
ar eru saman þeirra öld og þessi öld, þá hlýtur ein spurning
að sækja á: Hvaðan kom þessum mönnum sú trú á land og
þjóð, sem lýsir sér í orðum þeirra og athöfnum? 1 stuttu máli
er aðeins unnt að benda til þess, í hverjar áttir svarsins sé
að leita.
Tilfinningum þeirra þarf ekki að lýsa: ættjarðarást, þjóð-
rækni, metnaði fyrir landsins hönd, meðaumkun með fólkinu,
gremju yfir óstjórn og fjárdrætti erlends valds. En þessar til-
finningar voru út af fyrir sig ekki nógar til þess að gefa von-
ir um úrbætur. Dæmi annarra þjóða var líka mikils virði. En
smæð og umkomuleysi Islendinga var svo einstakt, að sú eggjun
hefði hrokkið skammt, ef engu öðru hefði verið til að tjalda.
Auðvitað var þessum mönnum fornöldin, eins og henni var
lýst í sögunum, rík í huga. Tvöföld ástæða var líka til þess að
minna á hana. öll sú virðing, sem Island naut hjá fáeinum
erlendum mönnum, var bundin við söguöldina og fornmennt-
irnar. Og miklu meiri von var um það fyrst í stað að fá al-