Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 71
53
menning á Islandi til að hlusta, ef minnt var á fornöldina en
ef talað væri um sjálfstæði eða verklegar framfarir. En „feðr-
anna frægð“ var ákaflega fjarri. Margar misjafnar aldir voru
síðan liðnar, og sú síðasta, átjánda öldin, þungbærust allra.
Hún var enn í minni manna. Var nokkuð frá þeim hörmunga-
tímum, sem gat glætt vonir um framtíðina?
Magnúsi Stephensen telst svo til í Eftirmælum átjándu aldar,
að á þessum 100 árum hafi verið 43 harðindaár og á 14 árum
orðið mannfellir af hungri eða stórsóttum. En ef betur var
að gætt, skar þetta samt ekki úr um afkomuskilyrðin í land-
inu. Jafnvel á þessari öld var Island langtímum saman marg-
föld féþúfa konungs og kaupmanna. Var landið ekki gjöfulla
en sýndist, fyrst unnt hafði verið að sjúga út úr því svo mik-
inn auð? Var ekki einhver ódrepandi seigla og þróttur, sem
leyndist með þessari þjóð, svo furðu fljótt sem hún skreið sam-
an eftir hverja plágu? Mundu ekki sjálfar þessar plágur hafa
orðið bærilegri og stundum hættulitlar, ef fólkið hefði fengið
að njóta ávaxta erfiðis síns, hvað þá ef því yxi dugur og kunn-
átta að nýta betur gæði landsins?
Síra Matthías kvað til íslenzku þjóðarinnar 1874:
Eitt er mest, að ertu til,
allt sem þú hefur lifað.
Víst er það fyrsta skilyrði alls annars að vera til. En var
það mest? Hvað gerði það þess virði að vera til?
Það mun vel í lagt, að á fyrstu niu öldum byggðar hér á
landi, 900—1800, hafi ein milljón Islendinga náð fullorðins-
aldri, þótt miklu fleiri hafi fæðzt. Og eg held það sé varla
ofmælt, að í ekki stærri hópi manna, skiptum niður á h.u.b.
27 kynslóðir, hafi verið ótrúlega margir sem kalla mætti mikil-
menni á einn eða annan hátt. En samt er vafasamt, að Island
hafi nokkurn tíma átt meira mannval en á síðari hluta átjándu
aldar, þegar þjóðin var milli 50 og tæpra 39 þúsunda og miklu
nær húsgangi en bjargálnum. Hér er ekki til neins að þylja
nöfnin tóm. En mér hetir oft fundizt, þegar eg hef litið yfir
þetta tímabil, að hverri stórþjóð hefði verið vel borgið með