Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 72
54
þá forystumenn, sem þá voru meðal Islendinga, þótt ömurleg
örlög létu þá vinna flest fyrir gýg. En sýnilegir ávextir af
starfi þessara hugumstóru kynslóða eru að minnsta kosti þau
bókmenntalegu þrekvirki, sem enn vekja undrun og aðdáun:
Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, hin latn-
eska kirkjusaga Finns biskups Jónssonar, hinar miklu fornrita-
útgáfur, sem íslenzkir fræðimenn leystu af höndum, orðabók
síra Björns Halldórssonar, annað eins tímarit og Félagsritin
gömlu, svo að einungis dæmi séu nefnd.
En um hið mesta í fari þjóðarinnar á síðari öldum vil eg
leiða erlendan mann til vitnis, merkilegasta gest, sem nokkurn
tíma hefir ritað ferðaminningar frá Islandi. James Bryce, þá
prófessor í Oxford, síðar Bryce lávarður, fór þvert yfir landið
sumarið 1872. Tíminn skiptir hér litlu máli. Ytri kjörin voru
ekki verulega breytt frá átjándu öld, viðhorfið til þeirra ekki
heldur.
Bryce lýsir aðbúnaði fólksins með óþvegnum orðum. Hon-
um blöskra húsakynnin, moldarkofar, sem séu svo líkir hólum
utan frá, að ferðamenn gætu villzt á þeim og hleypt ofan x
um eldhússtrompinn, en að innan völundarhús af lágum, þröng-
um og dimmum göngum, herbergiskytrurnar óhreinar, loft-
lausar, fullar af harðfisklykt og annarri óþefjan, húsbúnaður
að því skapi lélegur, engin tæki til upphitunar o.s.frv. En síð-
an heldur hann áfram: „Sumir kynnu nú að segja, að þessi
sóðalegi aðbúnaður sé, þegar á allt er litið, ekki verri en hjá
kotbændum á Irlandi eða í Hálöndum Skotlands og ekki út af
eins argvítugur og daglega ber fyrir augu í vesölustu hverf-
unum í Liverpool. Meir en svo. En í Liverpool er fáfræði og
niðurlægingardoði fólksins sjálfs og eymdarkjör þess hvað eftir
öðru. En á Islandi er andstæðan milli mannsins og hússins,
þar sem hann á heima, svo algjör sem orðið getur og koll-
varpar dásamlega öllum hugmyndum vor Englendinga um það,
sem hæfilegt sé. ... íslenzki bóndinn lítur á sig sem fullkom-
inn jafningja þinn, kemur þannig fram og er það í raun og
veru. Þótt hann sé dálítið óheflaður í sumum háttum sínum,
hagar hann sér frjálsmannlega og af óbrotinni hæversku, sem