Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 73
55
er honum alveg eðlileg og engum getur til hugar komið að
misskilja sem undirlægjuhátt.“ Bryce talar um ættarvitund
Islendinga, söguþekkingu, bókakost á fátækum bæjum og
margt fleira. En allt miðar að því að skýra það, sem er sjálf-
ur kjarninn í athugunum hans: andstœðuna milli mannsins og
hússins, — þá menningu alþýðunnar, er lifði sem ódrepandi
glóð undir felhellu fátæktar og frumstæðra lífskjara.
En var ekki þetta alveg samsvarandi þeirri andstæðu, sem
virtist vera milli drauma og vona slíkra manna sem Tómasar
og Jóns Sigurðssonar annars vegar og á hinn bóginn þeirrar
örbirgðar og efnalegs úrræðaleysis, sem við þeim blasti? Sú
spenna milli hugsjóna og veruleika, sem knúði fram viðreisn-
arbaráttu nítjándu aldar, var ekki einungis til í foringjunum,
heldur í alþjóð sjálfri. Þessi alþýða hafði aldrei sokkið niður
í sams konar andlegan sem efnalegan vesaldóm. Hún neitaði
því, þvert ofan í öll líkindi, að láta baslið og fátæktina svín-
beygja sig. Þetta fólk átti sannarlega skilið meira frelsi og
mannsæmari kjör. Þetta fólk var hægt að vekja. Þetta fólk
gat lært allt, líka tökin á efnalegum framförum.
Jón Sigurðsson segir á einum stað, að íslenzkir bændur séu
„færir um að skilja og taka ástæðum betur en hinn eiginlegi
almúgi víðast annars staðar“. „fslendingar okkar eru þó skyn-
samir menn,“ sagði Tómas. Allar ritgerðir Jóns í Nýjum félags-
ritum, sem voru þó ætlaðar til lestrar almenningi á fslandi,
sýna trú hans á þetta fólk, sem kynni að skilja ástæður, meta
röksemdir, og ekki þyrfti né sæmdi að æsa upp eins og múg
með því að höfða til lægri hvata þess og tilfinninga. Meira
traust og kurteisi, meiri virðingu hefir enginn stjórnmálafor-
inSi sýnt því fólki, sem hann var að laða til fylgis við mál-
stað sinn. Það er líka eitt sérkenni íslenzkrar sjálfstæðisbar-
áttu, að þar er allt frá upphafi hugsað um sem rýmstan kosn-
ingarétt, jafnframt meira þjóðfrelsi. Á íslandi lá það í augum
uPpi, hver fjarstæða var að miða þann rétt við álnir og aura.