Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 78
60
Háskóli Islands hefir staðfest þær ályktanir háskóladeilda
að sæma eina konu og tuttugu og þrjá karlmenn doktorsnafn-
bót í heiðursskyni, 2 í guðfræðideild, 4 í læknadeild, 6 í laga-
og viðskiptadeild og 12 í heimspekideild.
Doktorsefnin hafa fallizt á að þiggja doktorsnafnbót, og er
oss mikil ánægja, að hinir væntanlegu heiðursdoktorar eru hér
viðstaddir, en hörmum það þó, að einn þeirra, dr. Henry God-
dard Leach, forfallaðist á síðustu stundu og getur ekki sótt
þessa athöfn. Deildarforsetar munu nú lesa formála fyrir
doktorskjöri og afhenda heiðursdoktorum doktorsbréf.
Síðan kvaddi hver deildarforseti fyrir sig heiðursdoktora
sinnar deildar, hvern á eftir öðrum, las formála fyrir doktors-
kjöri þeirra og lýsti þá doctores honoris causa og afhenti þeim
síðan doktorsbréf.
Heiðursdoktorar Háskóla íslands.
I guðfræðideild:
dr. theol. h. c.:
Prófessor Regin Prenter, Árósum,
Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup Islands.
{ læknadeild:
dr. med. h. c.:
Prófessor Earl Judson King, Postgraduate Medical School,
University of London,
Prófessor Eduard Busch. Rigshospitalet, Kaupmannahöfn,
Prófessor Lárus Einarson, Árósum,
Dr. P. H. T. Thorlakson, Winnipeg Clinic.