Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 82
64
einnig traustur vinur, og nýtur því að verðleikum óvenjulegra
vinsælda og óskiptrar virðingar með þjóð vorri.
Fyrir því telur Háskóli Islands sér heiður að því að sæma
Eduard Busch nafnbótinni doctor medicinae honoris causa.
Lárus Einarson er fæddur 1902 í Reykjavík. Hann varð pró-
fessor í líffærafræði við Háskólann í Árósum 1936.
Frá því hann hóf vísindastarf sitt hefir hann einkum fengizt
við rannsóknir á byggingu og starfsemi taugakerfisins. Laust
eftir 1930 grundvallaði hann gallocyanin-chromalum litunarað-
ferð þá, sem við hann er kennd og hefir orðið lykill að margs
konar mikilsverðum uppgötvunum. Rannsóknir próf. Lárusar,
byggðar á þessari litun, hafa veitt mikilsverðar upplýsingar
um kjarnasýrur og hafa þær leitt til nýrrar þekkingar og auk-
ins skilnings á efnasamsetningu heila- og taugafruma og þeim
breytingum, sem á þeim verða í hvíld og starfi, heilbrigðum
og sjúkum. Líklegt er, að grundvallar-athuganir hans ryðji
nýjar leiðir til rannsókna á efnasamsetningu litninga og að
þeim grunni, sem erfðir byggjast á.
Þá hefir próf. Lárus Einarson framkvæmt gagnmerkar rann-
sóknir á sviði torráðinna taugasjúkdóma, svo sem á Diffusum
progressivum leucoencephalopathium, sem og á þeim sviðum
frumuhrörnunar (cellular lipodystrofi), sem athygli vísinda-
manna beinist nú mjög að í sambandi við þær breytingar á
taugakerfi, sem fram koma á efri árum.
Fyrir því telur Háskóli Islands sér heiður að því að sæma
Lárus Einarson nafnbótinni doctor medicinae honoris causa.
Paul Henrik Thorbjörn Thorlakson er fæddur í Norður-Da-
kota 5. október 1895. Hann var prófessor í skurðlækningum
við háskólann í Manitoba 1946 og prófessor emeritus frá 1957.
Snemma fór orð af honum sem mikilhæfum skurðlækni og á
miðjum aldri var hann orðinn þjóðkunnur maður.
Doktor Thorlakson hefir einkum fengizt við skurðaðgerðir
í kviðarholi og ritað fjölda merkra greina um þau efni. Árið
1942 stofnaði hann The Winnipeg Clinic, sem hann hefir síð-