Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 86
66
Fyrir því telur Háskóli Islands sér heiður að því að sæma
Alexander Jóhannesson nafnbótinni doctor juris honoris causa.
Bjarni Benediktsson er fæddur 1908. Hann varð prófessor í
lögfræði við Háskóla Islands 1932, aðeins 24 ára gamall, en
fékk lausn frá embætti 1941. Hann var borgarstjóri í Reykja-
vík 1940—1947 og hefir setið á Alþingi síðan 1942. Árið 1947
var hann skipaður utanríkis- og dómsmálaráðherra og hefir
jafnan átt sæti í ríkisstjórn nema á árunum 1956—1959. Hef-
ir hann þá alltaf verið dómsmálaráðherra og í því starfi mjög
beitt sér fyrir þýðingarmiklum löggjafarumbótum, ekki sízt á
sviði réttarfarslöggjafar. Forsætisráðherraembætti hefir hann
gegnt síðan 14. sept. s.l.
Eftir Bjarna Benediktsson liggja mörg og veigamikil rit á
sviði stjórnlagafræði auk margra ritgerða um lögfræðileg efni
í lögfræðitímaritum og víðar. Kunnastur er hann sem fræði-
maður fyrir rit sitt um deildir Alþingis, grundvallarrit, sem
reist er á geysivíðtækum og vönduðum rannsóknum um efni,
sem er mjög mikilvægt í íslenzkri lögfræði og stjórnvísindum.
Af þessum sökum er Háskóla Islands heiður að því að sæma
Bjarna Benediktsson nafnbótinni doctor juris honoris causa.
Knut Ingébrigt Robberstad er fæddur 1899. Hann var um
nokkurt skeið starfsmaður dómsmálaráðuneytisins norska, en
1940 gerðist hann prófessor við háskólann í Ósló. Hafa helztu
kennslugreinar hans þar verið réttarsaga og eignarréttur, þ.
á m. óðalsréttur og eignarnámsréttur. Þá hefir hann einnig
lengi kennt kirkjurétt við safnaðarháskólann í Ósló. Hann hef-
ir gefið út norsk fornlög og þýtt sum þeirra á landsmál, en
ritað að auki mikið í réttarsögu, eignarétti og kirkjurétti.
Hann hefir í rannsóknum sinum fjallað mjög um vestnorræna
réttarsögu og þar á meðal íslenzkar réttarfarsheimildir, en
allar eru rannsóknir hans vandaðar og traustar og lýsa mikl-
um lærdómi. Hann hefir átt mikinn hlut að mótun lagamáls
á norsku landsmáli. Hann hefir tekið mikinn þátt í samningu
lagafrumvarpa í Noregi og verið fulltrúi lands síns í nefndum,