Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 87
67
sem fjallað hafa um samræmingu löggjafar á Norðurlöndum.
Hann er vafalaust í hópi kunnustu réttarsögufræðinga á Norð-
urlöndum.
Af þessum ástæðum er Háskóla Islands heiður að því að
sæma Knut Robberstad nafnbótinni doctor juris honoris causa.
Nils Herlitz er fæddur 1888. Hann hefir verið háskólakenn-
ari í nærfellt fjóra áratugi, fyrst í Uppsölum, en lengst af í
Stokkhólmi. Hann hefir verið afkastamikill rithöfundur bæði
á sviði sögu og lögfræði. Hann var upphaflega háskólakennari
í sagnfræði, en hvarf síðar að lögfræðilegum rannsóknum, og
lengstum hefir hann verið prófessor í stjórnlagafræði, stjórn-
arfarsrétti og þjóðarétti, svo og í þjóðfélagsfræði.
Rit hans eru mjög mörg, og flest varða þau stjórnskipun og
stjórnarfar Svía eða sænska stjórnmálasögu. Síðustu árin hef-
ir prófessor Herlitz unnið að miklu yfirlits- og samanburðar-
riti um norrænan allsherjarrétt. Með ritstörfum sínum hefir
prófessor Herlitz getið sér mikinn orðstír, bæði í heimalandi
sinu og á Norðurlöndum öllum, og verður hann vafalaust tal-
inn einn kunnasti stjómlaga- og stjórnarfarsfræðingur, sem nú
er uppi á Norðurlöndum. Um langt skeið var hann áhrifa-
mikill stjórnmálamaður í heimalandi sínu og var meðal helztu
hvatamanna að stofnun Norðurlandaráðs.
Af þessum sökum telur Háskóli Islands sér heiður að því að
sæma Nils Herlitz nafnbótinni doctor juris honoris causa.
Oscar Alfred Borum er fæddur 1894. Hann varð prófessor
við Kaupmannahafnarháskóla 1930 og hefir kennt þar sifja-
rétt, erfðarétt, persónurétt og alþjóðlegan einkamálarétt og
hin síðari ár félagarétt. Hann er afkastamikill rithöfundur í
fræðigreinum sínum, og hafa ýmsar kennslubækur hans verið
notaðar um langt árabil við lagadeild Háskóla Islands. Hann
hefir starfað mikið í samtökum danskra lögfræðinga og hefir
m. a. verið formaður í lögfræðingafélaginu danska. Hann hefir
tekið virkan og mikilsverðan þátt í norrænni samvinnu um
samræmingu löggjcifar svo og alþjóðlegri lagasamvinnu. Hann