Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 90
70
að heiðra Dag StrömbacJc með titlinum doctor phílosopMae
honoris causa.
Elias Wessén er fæddur í Svíþjóð árið 1889. Hann varð pró-
fessor í norrænum tungum við Stokkhólmsháskóla árið 1928.
Rannsóknir hans liggja einkum á sviði málsögu og textafræða.
Doktorsrit hans fjallar um n-beygingu í germönskum málum,
hann hefir ritað sænska málsögu, gefið út rúnir og margar
ritgerðir um þær, en auk þess samið íslenzka málfræði. Hátt
ber rannsóknir hans á fornum lögum. Þá hefir hann ritað um
íslenzkar bókmenntir, m. a. Snorra Eddu og Sæmundar Eddu,
svo og um goðafræði og ýmis önnur menningarsöguleg efni.
Hann er óvenjulega ötull, fjölhæfur og traustur vísindamaður.
Með ritum sínum hefir hann lagt drjúgan skerf til íslenzkra
fræða.
Af þessum sökum telur Háskóli Islands sér það sæmdarauka
að heiðra Elias Wessén með titlinum doctor philosophiae hon-
oris causa.
Finnur Sigmundsson er fæddur árið 1894. Hann hefir allt
frá því, er hann lauk meistaraprófi í íslenzkum fræðum, starf-
að í Landsbókasafni, síðustu seytján ár sem landsbókavörður,
en jafnframt þeirri umsvifamiklu ábyrgðarstöðu og ritstjórn
Árbókar Landsbókasafns, sem hann stofnaði, verið stórvirkur
útgefandi kvæða, rímna, þjóðfræða og bréfasafna, sem of langt
yrði upp að telja. Bréfaútgáfum sínum hefir hann fundið
frumlegt og nýstárlegt snið, er gerir þær jafnaðgengilegar
heimildir fræðimönnum sem almenningi til lestrar, svo að þær
mættu verða öðrum slíkum útgáfum til fyrirmyndar. En aðal-
rit það, sem hann hefir unnið að í áratugi, er skrá íslenzkra
rímna og rímnaskálda frá upphafi til þessa dags, og er fyrra
bindi hennar nú í prentun. Þessi skrá er svo rækileg og hefir
orðið að viða til hennar svo víða, að hana má hiklaust telja
höfuðafrek á sviði íslenzkrar bókfræði.
Af þessum sökum telur Háskóli Islands sér það sæmdarauka