Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Qupperneq 96
76
heldur vil aðeins benda yður á almenn viðhorf til náms yðar
og kennslunnar hér í skólanum.
Þegar rætt er um lærdómssetur, hverfur hugurinn að lýs-
ingu Snorra á Mímisbrunni, „er spekt og mannvit er í fólgið“,
en Mími var lýst svo, að „hann er fullur af vísindum fyrir
því að hann drekkur úr brunninum af horninu Gjallarhorni".
Fjarri fer því, að ég vilji líkja háskóla vorum við Mímisbrunn,
slíkt væri mikið oflæti. En hitt er þó enn fjær lagi, að menn
geti drukkið vísindi af nokkru Gjallarhorni nú á dögum.
Háskólanám krefst þrotlauss starfs, elju og kostgæfni, ef menn
ætla sér að verða háskólamenntaðir menn í sönnum skilningi
þess mikla orðs. Það er von mín, að þér gangið heilshugar
að námi yðar, einbeitið yður að viðfangsefnunum, temjið yður
það, sem skáldið nefnir svo réttilega alefling andans. Leyfið
mér að minna yður á hin fleygu orð Ibsens: „Det som du er
vær fuldt og helt — og ikke stykkevis og delt“.
Takmark yðar með háskólavist er annað og miklu meira
en að ljúka prófum, svo gott sem það þó er í sjálfu sér og
mikið keppikefli. Háskólinn á að vera ykkur athvarf til per-
sónuþroska, samfélag, þar sem stefnt er að mannrækt; háskól-
inn á að vera yður andlegur bjargráðasjóður. Færin til sannr-
ar menntunar hafa sennilega aldrei verið jafnmikil og nú á
landi voru. Yður eru boðnir þessir kostir, en þeim er ekki
þrengt upp á yður, háskólinn er ekki forsjón yðar í jafnrík-
um mæli sem þeir skólar, er þér komið nú frá — hér veltur
allt meir á sjálfstæðu frumkvæði einstaklingsins, sjálfsnámi,
sjálfsögun, sjálfsþroskun. 1 þessu sambandi langar mig að
vekja athygli yðar á því, að það er sízt vænlegt til árangurs
að flýta sér um of við háskólanám. Sagt er, að Skúli landfógeti
Magnússon hafi verið afhuga háskólanámi og fært það fram
við afa sinn, að slíkt nám tæki of langan tíma. Er þá mælt,
að gamla manninum hafi hrotið af munni þessi latnesku orð:
„Sat cito, si sat bene“ — nógu fljótt skilar, eí vel skilar. Ég
vil minna yður á þetta spakmæli — flýttu þér hægt, ætti að
vera einkunn alls háskólanáms. Ég hvet yður til að nota vel
þær stundir, sem afgangs verða hinu fræðilega námi, til að