Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 97
77
auðga andann með lestri fagurra bókmennta og með því að
njóta annarra lista. Þátttaka í félagslífi stúdenta er æskileg
og þroskasamleg. Minnizt þess, að skipti vor við umheiminn
eru orðin svo mikil, að yður ber að leggja kapp á að hafa
góð tök á erlendum tungumálum og kynnast högum annarra
þjóða og fylgjast vel með framvindu mála á alþjóðavettvangi.
Ævin er stutt, og enginn verður ungur í annað sinn, neytið
því menntunarfæra yðar til hins ítrasta á þessum dásamlega
kafla í lífi yðar, sem nú fer í hönd.
Þér nýstúdentar hefjið nám á söguriku ári í starfsemi há-
skóla vors. Þessi tímamót ættu að verða oss öllum hvatning
til að leggja oss alla fram um að efla háskóla vorn, auka
orðstír hans og sæmd. Það er hlutur yðar nýstúdenta að yrkja
nýja þætti í sögu háskólans, og það er einlæg von mín, að
hlutur yðar verði þar mikill.
Háskóli er stundum nefndur alma mater, og vér kennarar
erum a. m. k. á hátíðum og tyllidögum nefndir lærifeður. 1
fámenni okkar eiga þessar einkunnir betur við en víðast hvar
annars staðar — háskóli vor, stúdentar og kennaralið er sem
stórt heimili, þar sem afrek eins varpa Ijóma á háskólann í
heild, og vansæmd eins er áfall vor allra. Vér skulum hér eftir
sem hingað til neyta þeirra færa, sem fámennið hefir í för
með sér — höfum hugfasta þessa samábyrgð vora og leggj-
um rækt við þau nánu persónulegu tengsl milli stúdenta og
kennara, sem hér hafa ávallt tíðkazt og hafa verið aðall há-
skóla vors.
Leyfið mér, ungu stúdentar, að minna yður á það, að mennt-
aður maður ber virðingu fyrir þekkingu, en hreykir sér ekki
af henni — það er einkenni hans að vera hóglátur svo sem
Snorri lýsir þeim karli eða konu, sem snotur er kallaður. Allir
háskólamenntaðir menn ættu að ganga að starfi sínu með því
hugarfari, að þeir eru að inna af hendi þjónustu við þjóðfélag
sitt, og ég vil mega vekja athygli yðar á þessum hugsjóna-
lega grundvelli undir væntanlegum störfum yðar. Minnizt þess,
að keppni er betri en stundarheppni, látið vinnuna ávallt skipa
öndvegi í lífi yðar, vandið starf yðar og líferni, og njótið