Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 98
78
þeirrar ánægju, sem hollust er — að lifa það, er menn finna,
að þeir hafa náð fullum tökum á andlegu viðfangsefni.
Ég óska yður til hamingju, kæru stúdentar, með þá ákvörð-
un yðar að gerast borgarar Háskóla Islands, býð yður vel-
komna og árna yður allra heilla í lífi yðar og starfi. Ég bið
yður að ganga fyrir mig og staðfesta með handtaki, að þér
munið hlýða lögum skólans, skráðum sem óskráðum, og stofna
með þeim hætti til tryggðamála milli háskólans og yðar, —
tryggða, er æ skulu haldast, eins og segir í hinum fagra for-
mála í Grágás fyrir tryggðamálum, „meðan mold er og menn
lifa“.
Afhenti rektor síðan nýstúdentum háskólaborgarabréf, og að
því búnu sleit hann athöfninni.
HÁTÍÐALJÓÐ.
Háskólaráð ákvað á fundi sínum 12. maí 1961 að efna til
samkeppni um hátíðaljóð í tilefni af 50 ára afmæli Háskóla
Islands. Ein verðlaun skyldu veitt, að fjárhæð kr. 15.000,—,
fyrir þann ljóðaflokk, sem beztur þætti og verðlauna væri
verður að mati dómnefndar, er háskólaráð skipaði. Fyrirhug-
að var, að háskólaljóð þessi yrðu flutt á háskólahátið 6. októ-
ber 1961. í dómnefndinni áttu sæti prófessorarnir dr. Guðni
Jónsson, dr. Sigurður Nordal og dr. Steingrímur J. Þorsteins-
son og enn fremur dr. Páll Isólfsson tónskáld. Er frestur til
að skila ljóðunum rann út 1. ágúst 1961, höfðu borizt 9 ljóð.
1 álitsgerð þeirri, sem dómnefndin sendi háskólaráði, taldi hún,
að ljóðaflokkur, merktur dulnefninu Gestur, „fullnægi bezt
þeim tilgangi, sem stefnt var að með samkeppninni, með föst-
um efnistökum, formi, vel föllnu til flutnings, og góðum skáld-