Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 105
85
framtíð vor og fyrirheit.
Blekking öll skal burtu víkja,
bæn og starf og þekking ríkja,
andlegt frelsi, andleg reisn.
Þá mun vakin þjóðargleðin,
þá mun drápan mikla kveðin,
hugsjónanna Höfuðlausn.
Þegar berst að frævu frymið,
fagnar stofninn, hækkar limið.
Heyrið storminn, stjörnubrimið.
HÁTlÐALJÓÐ
á 50 ára afmæli Háskóla Islands
eftir
Pál V. G. Kolka
UPPHAF
Skyldi sá, er hátíð heldur,
hilmi alda þakkir gjalda,
skoða djásn í Sögusjóði,
sinnar fósturjarðar minnast,
heiðra trú og tungu feðra,
tigna merku snilldarverkin,
viturs anda, æfðrar mundar,
yndi fá við helgar lindir.
Spyrnti fargi, bræddi bergið,
brími skær í fylling tíma.
Island reis við æsihríðir,
eimi vafið, úr sollnu hafi.
Hlóðust fjöll við elda æði,
elfur svalar grófu dali.
Fátæk skóf og fótviss mosi
festu rót á hörðu grjóti.