Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 118
98
TÉKKÓSLÓVAKlA:
Prof. dr. L. Hanka, Ceské Vysoké Ucení, Technické v Praze.
ÞÝZKALAND:
Prof. dr. Hans Kuhn, Christian-Albrechts Universitát, Kiel.
Rektor Hans Leussink, Technische Hochschule, Karlsruhe.
Rektor H. Winterhager, Rheinisch-Westfálische Hochschule,
Aachen.
Auk þessara fulltrúa voru viðstaddir hátíðahöldin ambassa-
dorar allra ríkja, sem ambassadora hafa með búsetu hér á landi
eða í öðru landi jafnframt.
f hátíðahöldunum tóku enn fremur þátt fulltrúar stúdenta-
samtaka Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar í sér-
stöku boði Háskólans.
GJAFIR
í tilefni afmœlis Háskólans eSa í tengslum viS þaS.
Háskóla fslands bárust ýmsar ágætar gjafir í tilefni 50 ára
afmælis, og auk þess sendu fjölmargir aðiljar, einstaklingar
og stofnanir, skólanum blóm og afmæliskveðjur. Þakkar Há-
skóli íslands einlæglega alla þá miklu viðurkenningu og sæmd,
sem honum var sýnd á þessum mikilvægu tímamótum í starf-
semi hans. Verður hér á eftir getið nokkurra gjafa, er Há-
skólanum bárust í tengslum við afmælið.
í ræðu rektors, bls. 7—8, er getið sjóðsins Norðmannsgjafar,
gjafar Bandaríkjastjórnar til eflingar raunvísindarannsókna,
ýmissa gjafa frá Vestur-Þýzkalandi svo og rektorsskikkju,
er norsku háskólarnir og tækniháskólinn í Þrándheimi gáfu.
Þá er þar einnig getið gjafar Landsbanka íslands. Skal nú get-
ið nokkurra annarra gjafa og fyrirheita.
Á afmælishátíð skýrði menntamálaráðherra frá þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að beita sér fyrir því, að handrita-
stofnun verði komið á fót, en það er mikið áhugamál Háskól-