Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 119
99
ans, að slík stofnun rísi. Einnig metur Háskólinn það mjög
mikils, að nú hefir verið tekin í fjárlagafrumvarp nokkur fjár-
veiting til bókasafns Háskólans, en síðan 1920 hefir bókasafn-
ið ekki fengið neitt af ríkisfé til bókakaupa.
Á afmælishátíð var skýrt frá hinni stórmyndarlegu úrlausn
bæjarstjórnar Reykjavíkur í lóðamálum Háskólans, en sú sam-
þykkt bæjaryfirvalda er ómetanleg fyrir framtíðarþróun skól-
ans.
Á afmælishátíð afhenti forseti Vísindafélags Islendinga sér-
kennilega og fagra bréffergju að gjöf frá félaginu til Háskól-
ans, en af hálfu Stúdentafélags Reykjavíkur var tilkynnt, að
Háskólanum yrði síðar afhent hið merka listaverk Ásmundar
myndhöggvara Sveinssonar Sæmundur á selnum. Þá afhenti
Bandalag háskólamanna á háskólahátíð ritið Vísindin efla alla
dáð, er helgað var Háskólanum, með heillaóskaskrá um 530
háskólamenntaðra manna. Vakti þessi einstæða gjöf bandalags-
ins mikla og verðskuldaða athygli hinna erlendu gesta Há-
skólans. Ennfremur var tilkynnt gjöf frá Stúdentaráði Háskól-
ans, fundarhamar til afnota fyrir háskólaráð, sem afhentur
var 1. desember 1961.
Frá Tækniháskóla Danmerkur barst bréf, þar sem frá því
er skýrt, að stofnað hefði verið til styrks, að fjárhæð d. kr.
5000, fyrir íslenzkan stúdent, er legði stund á nám við skólann
þetta háskólaár. Var stud. polyt. Sigurjóni Helgasyni veittur
styrkurinn.
Frá Háskólanum í Greifswald barst bókagjöf, mestmegnis
í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði.
Frá Ábo Akademi barst einnig bókagjöf, mestmegnis finnsk
fræðirit á sænsku. Bækur bárust einnig frá háskólanum í
Wales.
Forlag háskólanna í Bergen og Oslo afhenti Háskóla Islands
að gjöf á háskólahátíð eitt eintak af öllum bókum, sem út hafa
komið á vegum þess hingað til. Jafnframt var því lýst í gjafa-
bréfi, að forlagið myndi gefa Háskólanum eitt eintak af öllum
bókum, er það gefur út hér eftir til ársins 1970.
Tveir krystalsvasar bárust, annar frá Tækniháskólanum í