Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 121
101
III. ANNÁLL HÁSKÓLANS
Skipun háskólaráðs.
Forseti háskólaráðs var rektor, prófessor Ármann Snævarr.
Aðrir í háskólaráði voru þetta ár:
Forseti guðfræðideildar, prófessor, dr. Þórir Kr. Þórðarson
(frá 15. sept. 1961).
Forseti læknadeildar, prófessor Kristinn Stefánsson
(frá 15. sept. 1960).
Forseti laga- og viðskiptadeildar, prófessor Ólafur Björnsson
(frá 15. sept. 1960).
Forseti heimspekideildar, prófessor, dr. Matthías Jónasson
(frá 15. sept. 1961).
Forseti verkfræðideildar, prófessor, dr. Leifur Ásgeirsson
(frá 15. sept. 1961).
Vararektor var kjörinn prófessor ólafur Björnsson, en ritari
prófessor, dr. Þórir Kr. Þórðarson.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði var stud. oecon. Hörður Sig-
urgestsson.
Afmælis- og háskólahátíð 1961.
Hér fyrr í þessari árbók er greint í megindráttum frá dag-
skrá hátíðahaldanna 6. og 7. okt. 1961. Tilhögun hátíðarinnar
ákvað háskólaráð eftir tillögum sérstakrar hátíðarnefndar. 1
þeirri nefnd áttu sæti prófessorarnir Finnbogi R. Þorvaldsson,
Guðni Jónsson, Jón Steffensen, Magnús Már Lárusson og Ól-
afur Björnsson svo og rektor Ármann Snævarr, sem var for-
maður hennar. Að framkvæmdum öllum unnu háskólaráðsmenn
og starfsmenn skrifstofu og auk þess ber sérstaklega að geta
þess, að próf. Þórir Þórðarson leysti af hendi mikið starf við
framkvæmdir allar. Við Stúdentaráð Háskólans var og góð
samvinna, og veittu ýmsir stúdentar mikilvægt liðsinni við há-
tíðahöldin.