Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 122
102
Um framkvæmdir, sem stóðu í beinum tengslum við afmæli
Háskólans, segir í ræðu rektors, bls. 6—7 hér að framan. Til
viðbótar skal þess getið, að af hálfu Háskólans var allt kapp
lagt á að hraða framkvæmdum við samkomu- og kvikmynda-
hús Háskólans, svo að það yrði tilbúið fyrir hátíðina og að unnt
yrði að vígja það með hátíðaathöfnunum. Tókst það þrátt fyr-
ir langt verkfall sumarið 1961. Skóp hið nýja og fagra hús há-
skólahátíðinni glæsilega umgerð.
Að lokinni hátíðasamkomu 6. okt., höfðu menntamálaráð-
herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, og kona hans boð inni fyrir kenn-
ara Háskólans og aðra starfsmenn og konur þeirra, erlenda
gesti Háskólans og ýmsa fleiri.
Að kveldi laugardags 7. okt. 1961 bauð Háskólinn til veizlu
að Hótel Borg, og sátu það boð forseti Islands og frú hans,
ráðherrar, fyrrv. menntamálaráðherrar og forsetar Alþingis,
borgarstjóri og konur þeirra, kennarar Háskólans og aðrir
starfsmenn ásamt konum, svo og erlendir gestir Háskólans.
1 þeirri veizlu ávarpaði rektor gesti, en fyrrv. biskup, dr.
Ásmundur Guðmundsson, flutti minni Háskólans. Prófessor
Einar Ól. Sveinsson flutti ræðu til heiðursdoktora, og próf.
O. A. Borum svaraði af þeirra hálfu.
Að morgni sunnudags 8. okt. var fulltrúum erlendra há-
skóla og heiðursdoktorum ásamt konum þeirra boðið í ferð
til Þingvalla, og tóku háskólaráðsmenn ásamt konum þeirra
þátt í þeirri ferð svo og ýmsir aðrir kennarar Háskólans. Veð-
ur á Þingvöllum var svo fagurt þennan dag, að lengi verður
í minnum. Á Þingvöllum flutti prófessor Steingrímur J. Þor-
steinsson ræðu um Þingvelli. Síðan var haldið að Irafossi, þar
sem borgarstjórn Reykjavíkur bauð til hádegisverðar. Ávarpaði
borgarstjóri Geir Hallgrímsson gesti, en af þeirra hálfu þakk-
aði próf. Carl Iversen, rektor Kaupmannahafnarháskóla.
Síðdegis á sunnudag buðu forseti Islands og forsetafrúin er-
lendum gestum Háskólans, háskólaráðsmönnum og nokkrum
fleiri gestum til Bessastaða til síðdegisdrykkju. Ávarpaði for-
seti Islands gestina, en úr þeirra hópi þakkaði boðið próf. Johan
Ruud, rektor Óslóarháskóla. Um sunnudagskveldið var síðan