Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 123
103
boð fyrir fulltrúa erlendra háskóla á heimili rektors, en heið-
ursdoktorar sátu boð deildarforseta eða einstakra prófessora.
Ýmsir gestir Háskólans dvöldust hér á landi nokkra daga fyrir
og eftir hátíðahöldin og ferðuðust um landið eða fengust hér
við fræðiiðkanir.
Hátíðahöld tókust öll vel, og orkar það ekki tvímælis, að þau
stuðluðu mjög að því að treysta tengslin milli Háskóla Islands
og margra erlendra háskóla.
Embætti og kennarar.
Prófessorsembætti í verkfræðideild, sem laust varð, er pró-
fessor Finnbogi R. Þorváldsson lét af störfum, sbr. Árbók 1960
—61, bls. 17, var auglýst laust til umsóknar í júlí 1962. Tveir
umsækjendur voru um embættið, verkfræðingarnir HauTcur
Pétursson og Loftur Þorsteinsson, settur prófessor. Verkfræði-
deild tilnefndi í dómnefnd út af embættisveitingunni fyrrv. pró-
fessor Finnboga R. Þorvaldsson, og var hann formaður nefnd-
ar, háskólaráð prófessor Leif Ásgeirsson, en menntamála-
ráðherra skipaði Sigurð vegamálastjóra Jóhannsson. Embætt-
ið var veitt settum prófessor Lofti Þorsteinssyni frá 1. sept.
1962 að telja.
Með lögum nr. 51, 11. júní 1960 var stofnað prófessorsemb-
ætti í viðskiptafræðum, þó ekki fyrr en fé til þess væri veitt
í fjárlögum. Með fjárlögum fyrir árið 1961 var fé veitt til emb-
ættisins, og var það auglýst laust til umsóknar í sept. 1961.
Umsækjendur voru hagfræðingarnir Árni Vilhjálmsson cand.
oecon. og M.A. og Haraldur Jóhannsson M.A. Dómnefnd var
skipuð prófessor Ólafi Björnssyni formanni, tilnefndum af laga-
og viðskiptadeild, Klemenz Tryggvasyni hagstofustjóra, er há-
skólaráð tilnefndi, og dr. Jóhannesi Nordal, er menntamála-
ráðherra skipaði. Embættið var veitt Árna ViThjálmssyni frá
15. okt. 1961 að telja.
Frá upphafi háskólaárs var Guðlaugur Þorvaldsson, settur
prófessor í viðskiptadeild, leystur frá því embætti að eigin ósk,
sbr. Árbók Háskólans 1960—61, bls. 18. Guðlaugur Þorvaldsson
deildarstjóri var að nýju settur prófessor frá 23. ágúst 1962 í