Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 124
104
stað dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, meðan hann gegnir embætti
menntamálaráðherra.
Prófessor Arvid T. Lonseth frá Oregonháskóla í Corvallis,
Oregon í Bandaríkjunum, dvaldist hér á landi sem gistiprófess-
or í stærðfræði við verkfræðideild mikinn hluta vormisserisins
1962. Dvaldist hann hér með styrk frá vísindadeild Atlants-
hafsbandalagsins. Hélt prófessorinn hér námskeið í fræðigrein
sinni fyrir stúdenta í verkfræðideild svo og verkfræðinga og
stærðfræðinga.
Hannes Þórarinsson læknir var skipaður dósent í húð- og
kynsjúkdómum við læknadeild frá 15. sept. 1961 að telja.
Hjalti Þórarinsson lektor var skipaður dósent í brjósthols-
sjúkdómum við læknadeild, og Kjartan Guömundsson lektor
var skipaður dósent í taugasjúkdómum við sömu deild, báðir
frá 1. febr. 1962 að telja. Frá sama tíma voru menntaskóla-
kennararnir Björn Bjarnason, GuÖmundur Arnlaugsson og
Sigurharl Stefánsson skipaðir dósentar við verkfræðideild.
Þessir kennarar voru allir starfandi við háskólann, þegar há-
skólalög nr. 60, 1957 tóku gildi, og voru þeir því skipaðir
dósentar án þess að dómnefnd fjallaði um veitinguna.
Dósentsstörf í svæfingafræði og blóðsjúkdómafræði og
blóðsjúkdómarannsóknum í læknadeild voru auglýst laus til
umsóknar í júlí 1962. Sótti Váltýr læknir Bjarnason um hið
fyrra, en Sigmundur læknir Magnússon um hið síðara. Próf-
nefnd um fyrra starfið var skipuð próf. Kristni Stefánssyni,
formanni, tilnefndum af læknadeild, próf. DavíÖ Davíðssyni,
tilnefndum af háskólaráði, og dr. Bjarna Jónssyni yfirlækni,
skipuðum af menntamálaráðherra. Prófnefnd um síðara
starfið var skipuð próf., dr. SigurÖi Samúelssyni, formanni,
tilnefndum af læknadeild, próf. Jóni Steffensen, tilnefndum af
háskólaráði og Váltý Albertssyni lækni, skipuðum af mennta-
málaráðherra. Umsækjendum voru veitt störfin frá 1. des. 1962
að telja.
Ingvar Brynjólfsson menntaskólakennari lét að eigin ósk af
starfi sínu sem þýzkukennari við lok kennsluárs, en við tók