Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 125
105
dr. Þorgeir Einarsson, sem ráðinn var til að kenna i stað
Ingvars árið 1961—2.
Þetta háskólaár starfaði hér við Háskólann prófessor Gerald
Thorson frá Augsburg College í Minnesota. Var hann gisti-
prófessor í bandarískum bókmenntum með styrk frá Fulbright-
stofnuninni.
Ungfrú Madeleine Gagnaire sendikennari í frönsku lét af
starfi í upphafi kennsluárs, en við því tók lic. Regis Boyer.
Ný prófessorsembætti.
1 lögum nr. 36 18. apríl 1962 um Handritastofnun Islands
er svo fyrir mælt, að forstöðumaður hennar skuli vera pró-
fessor við heimspekideild með takmarkaðri kennsluskyldu, „og
leiðbeinir hann þeim nemendum, sem taka hjá honum ritgerð-
arefni til lokaprófs". Embættið var veitt á háskólaárinu 1962
—1963, og verður frá því greint í árbók þess árs.
Háskólaráð fór þess á leit við menntamálaráðherra í marz
1962, að stofnuð yrðu 2 ný prófessorsembætti í tannlækning-
um, ennfremur prófessorsembætti í fæðingarhjálp og kven-
sjúkdómum og í lífeðlisfræði í læknadeild, svo og prófessors-
embætti í enskri tungu og bókmenntum, í almennri sagnfræði
og danskri tungu og bókmenntum í heimspekideild. Háskóla-
ráð lýsti yfir því, að þrátt fyrir stuðning sinn við tilmæli deilda
um ofangreind prófessorsembætti teldi það sig hafa óbundnar
hendur um mat á heildartillögum deilda um þörf á kennara-
fjölgun, en um þær tillögur var þá fjallað í deildum.
Svo fór, að frv. var flutt um tvö prófessorsembætti í tann-
lækningum, og náði það fram að ganga, sbr. lög nr. 51, 27. apríl
1962. Ákveðið var að bíða með að veita embætti þessi um hríð,
en til kennslustarfa með prófessorslaunum voru ráðnir tann-
læknarnir Slcúli Hansen og öm Bjartmars Pétursson.
Orlof kennara.
Prófessor dr. Trausta Einarssyni var veitt lausn undan
kennsluskyldu þetta kennsluár, og dvaldist hann hér á landi
14