Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 129
109
Kennsla í náttúrufræði.
Sumarið 1962 sömdu náttúrufræðingarnir Eyþór Einarsson,
dr. Guðmundur Sigvaldason og dr. Sigurður Þórarinsson að
ósk rektors og forseta heimspekideildar tillögur um kennslu í
náttúrufræðum til B.A.-prófs. Voru tillögurnar kynntar mennta-
málaráðherra, en ekki varð úr því, að til kennslunnar yrði
stofnað.
Stúdentar og kandídatar.
Skrásettir stúdentar háskólaárið 1961—62 voru 799 og skipt-
ust svo á deildir: 1 guðfræðideild 23; í læknadeild 204, þar af
31 í tannlæknisfræðum og 10 í lyfjafræði lyfsala; í laga- og
viðskiptadeild 232, sem skiptust þannig: í lögfræði 143, í við-
skiptafræðum 89; í heimspekideild 302; í verkfræðideild 38.
Brautskráðir kandídatar voru alls 64 og skiptust þannig:
Guðfræði 3, læknisfræði 26, lögfræði 10, viðskiptafræði 4,
B.A.-próf 14, íslenzkupróf fyrir erlenda stúdenta 2, fyrri hluta
próf í verkfræði 5.
Háskólamars.
Dr. Páll Isólfsson samdi sérstakan háskólamars og helgaði
hann Háskóla Islands. Var hann leikinn af Sinfóníuhljómsveit
Islands í fyrsta skipti á afmælishátíð hinn 6. okt. 1961.
Námsleyfi
var veitt eftirtöldum erlendum stúdentum:
Bengt Frisk, Folke Solheim og Válur Jóhannsson, allir frá
Jönköping í Svíþjóð, fengu námsleyfi í læknisfræði.
Þessum styrkþegum ríkisstjórnarinnar var veitt námsleyfi
í heimspekideild:
Harold Frederick Bjarnason frá Gimlt, Manitoba, Li-Chih-
chang frá Kína, Sadao Morita frá Japan, Renate Pauli frá
Þýzkalandi, Anthony Pearson frá Bretlandi, Prében Meulen-
gracht-Sörensen frá Danmörku, Turid Táksdál frá Noregi, Jane
Vaughan frá Ástralíu og Annie-Jo Yates frá Bandaríkjunum.
öðrum styrkþegum rikisstjórnarinnar hafði verið veitt náms-
leyfi áður. Ennfremur var námsleyfi í heimspekideild veitt
þessum stúdentum: Douglas G. Draper, Kenneth Householder