Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 130
110
og Brant Joseph Zuccaro frá Bandaríkjunum, Magnúsi S. Odds-
syni og John William Sewell frá Bretlandi, HeTlen Teisen frá
Danmörku, Liv Joensen frá Færeyjum, Karl Konrad Gossman
og Evelyn Thomas frá Þýzkalandi og Hsu Chao frá Kína.
Styrkir til náms.
Háskólaráð lagði til, að Gunnari Ólafssyni landbúnaðar-
kandídat yrði veittur styrkur úr Minningarsjóði Olavs Brun-
borgs.
Stjórn Otto Mönsteds sjóðs ákvað að veita styrk, að fjár-
hæð 5.000 kr. danskar til efnilegs stúdents, er legði stund á
byggingarverkfræði í Danmörku. Var þessi styrkur boðinn í
tilefni afmælis Háskólans. Sigurjón Helgason stud. polyt. hlaut
styrkinn.
Jólasöngvar.
Sú nýbreytni var tekin upp, að stúdentar og kennarar komu
saman í kapellu Háskólans síðasta kennsludag fyrir jól og
sungu jólasöngva. Próf. Þórir Kr. Þórðarson flutti stutta hug-
vekju.
Reglugerðarbreyting.
32. gr. háskólareglugerðar frá 17. júní 1958 var breytt svo
samkvæmt ósk háskólaráðs, að skrásetningargjald hækkaði úr
300 kr. í 500 kr.
Dansleikur í samkomuhúsi Háskólans.
Stúdentaráði var heimilað að halda dansleik í anddyri sam-
komuhúss Háskólans á gamlárskvöld, áttadagsgleði. Voru stú-
dentaráði sett ströng skilyrði, m. a. um að eftirlitsmenn yrðu
á vettvangi, tala samkomugesta yrði takmörkuð, stúdentaráð
tæki tryggingu fyrir skemmdum á húsi, er verða kynnu o. fl.
Fór samkoma þessi vel fram í hvívetna.
Náttúruf ræðiráðstef na
var haldin í Háskólanum 12.—19. júlí 1962, og voru þátttak-
endur 38 frá 9 löndum. Ráðstefnan fjallaði um plöntur og dýra-
líf við norðanvert Atlantshaf, og var hún haldin með styrk frá