Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 131
111
vísindadeild Atlantshafsbandalagsins. Háskóli Islands og Nátt-
úrugripasafn buðu til ráðstefnunnar. 1 framkvæmdanefnd voru
náttúrufræðingarnir dr. Áskell Löve prófessor, formaður, Ey-
þór Einarsson grasafræðingur og dr. Sigurður Þórarinsson af
hálfu Náttúrugripasafns, Sigurður Briern fulltrúi af hálfu
Menntamálaráðuneytis og Ármann Snœvarr háskólarektor af
hálfu Háskólans. Ráðstefnan þótti takast vel, og kom út mikið
rit prentað, sem geymdi fyrirlestra, sem fluttir voru, og um-
ræður um þá.
Rannsóknir á munnsjúkdómum.
Á kennsluárinu var hafin víðtæk rannsókn á tannheilbrigði
Islendinga. Skipulagði tannlæknadeild Alabamaháskóla þessar
rannsóknir í samvinnu við forstöðumann tannlæknakennslu í
læknadeild Háskólans og íslenzk heilbrigðisyfirvöld. Var hér
um markverða rannsókn að ræða.
Gjafir.
Gústaf A. Ágústsson endurskoðandi og kona hans Karitas
Jochumsdóttir gáfu Háskólanum málverk af dr. jur. Birni
Þórðarsyni, fyrrv. forsætisráðherra, gert af örlygi Sigurðs-
syni málara.
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson gaf á árinu myndarlega
gjöf til Minningarsjóðs Þórunnar og Davíðs Schevings Thor-
steinssonar.
Lof tskey tastöðvarhús.
Með bréfi dags. 14. nóv. 1961 afhenti Ingólfur Jónsson sam-
göngumálaráðherra Háskólanum „til fullra umráða og eignar“
loftskeytastöðvarhúsið við Suðurgötu, þegar er póst- og síma-
málastjórnin gæti látið rýma það, og var gert ráð fyrir, að
svo yrði innan tveggja ára. Metur Háskólinn mikils þessa af-
hendingu, en húsrými það, er með þessu fæst, kemur að góðu
gagni fyrir Háskólann.
Fjárveitingar.
Á fjárlögum ársins 1962 var m. a. tekin upp fjárveiting til
bókakaupa til handa háskólabókasafni, að fjárhæð 150.000 kr.,