Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 133
113
Stjórn Háskólabíós var endurkjörin og skipa hana: Mennta-
málaráðherra, dr. Gylfi Þ, Gíslason, formaður, og prófessor-
arnir dr. Alexander Jóhannesson og ólafur Jóhannesson. End-
urskoðendur voru kosnir prófessorarnir Ólafur Björnsson og
dr. Þórir Kr. Þórðarson. Tæki og innbúnaður Tjarnarbíós voru
seld Reykjavíkurborg síðla árs 1961.
Happdrætti Iláskólans.
Stjórn happdrættisins var endurkjörin. Skipa hana háskóla-
rektor Ármann Snœvarr formaður og prófessorarnir dr. Alex-
ander Jóhannesson og dr. Þórir Kr. Þórðarson. Endurskoðend-
ur voru endurkjörnir Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandi,
og próf. Björn Magnússon.
1 tónlistarnefnd
voru endurkjörnir dr. Jakób Benediktsson og prófessor, dr.
Steingrímur J. Þorsteinsson.
Endurskoðendur háskólareikninga
voru kjörnir prófessorarnir Kristinn Stefánsson og Magnús
Már Lárusson.
Handritastofnun íslands.
Hinn 24. marz 1961 samþykkti háskólaráð að fallast í meg-
indráttum á erindi heimspekideildar um stofnun í íslenzkum
fræðum.
1 bréfi Háskólans frá 28. marz 1961 var þeim tilmælum beint
til hæstvirtrar ríkisstjórnar, að hún gæfi fyrirheit um að koma
á fót Handritastofnun í tengslum við afmæli Háskólans. Lýsti
menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, yfir því á hátíðar-
samkomu 6. okt. 1961, að rikisstjórnin myndi beita sér fyrir
því, að stofnuninni yrði komið á fót og að tryggð yrðu fjár-
framlög í því skyni. Haustið 1961 var lagt fram frv. til laga
af hálfu ríkisstjórnar um Handritastofnun Islands, að mestu í
samræmi við erindi Háskólans frá því í marz 1961, og varð
það að lögum í apríl 1962, sbr. lög nr. 36, 18. apríl 1962. Eru
miklar vonir tengdar við þessa stofnun, og er tilkoma hennar
Háskólanum mikið fagnaðarefni.
15