Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Qupperneq 135
115
Stofnunin sé í sem nánustum tengslum við handritasöfn þau,
sem í vörzlu Landsbókasafns eru. Þegar til skila kemur á ís-
lenzkum handritum, sem nú eru í Kaupmannahöfn, verði þau
varðveitt í framangreindri handritastofnun, en sérstakar regl-
ur verði þó settar um þau, svo að þau komi að sem mestum
notum. Stofnuninni sé fengið viðhlítandi handbókasafn, en auk
þess eigi hún greiðan aðgang að bókum Landsbókasafns.
Stefnt skal að því, að stofnunin hafi lestrarsal, svo og minni
herbergi, t. d. sérherbergi fyrir forstöðumann og fasta starfs-
menn, herbergi til samlestrar, vélritunar o. s. frv. svo og her-
bergi fyrir örnefnasafn og þjóðfræðasafn. Tæki séu til lestrar,
þar á meðal lampi með útfjólubláu Ijósi, svo og tæki til ljós-
myndunar.
5. Deildir.
Stofnuninni er rétt að skipta í deildir eftir fræðigreinum, og
mætti, ef vildi, hugsa sér fleiri menn til kvadda um stjórn
hverrar deildar. Kjarni stofnunarinnar sé sú deild, sem annast
útgáfu handrita eða rita eftir handritum, svo og rannsóknir á
þeim. Aðrar deildir mætti hugsa sér til rannsóknar og útgáfu
rita um íslenzka tungu og einkum sögu hennar, bókmennta-
sögu, svo og útgáfu heimildarrita úr sögu þjóðarinnar og rann-
sóknir á henni og á réttarsögu og kirkjusögu. Stofnunin taki
við starfi handritanefndar Háskólans. Enn skal vera deild í
örnefnafræðum og þjóðfræðum.
6. Starfslið.
Rekstur stofnunarinnar annist sérstakur forstöðumaður. At-
hugandi er, hvort ekki þyki rétt, að hann sé jafnframt prófess-
or í heimspekideild með mjög takmarkaðri kennsluskyldu, en
beri að leiðbeina þeim nemendum, sem taka hjá honum rit-
gerðarefni til lokaprófs. Til aðstoðar honum séu tveir menn,
sem hafi fast og fullt starf við stofnunina; skal annar vinna að
örnefnum og þjóðfræðum.
Auk þess þykir rétt að gera ráð fyrir þremur styrkþegum,
sem ráðnir séu til starfa um skemmri tíma í senn. Vel mætti