Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Síða 136
116
hugsa sér að skipta styrk milli tveggja manna, og ynni þá hvor
um sig styttri tíma en þeir, sem fulls styrks njóta.
Starfsmenn safnsins láti í té nokkra kennslu í lestri handrita,
fornskriftarfræði, útgáfutækni og öðrum þeim greinum, sem
þeir kunna að vera sérfróðir í, t. d. þjóðfræðum og örnefna-
fræðum. Mætti hugsa sér þá kennslu að nokkru eða öllu leyti
í Háskólanum. Auk þess þyrfti stofnunin á að halda starfs-
mönnum til vélritunar og ljósmyndunar.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Snemma árs 1961 fór rektor þess á leit við prófessorana dr.
Leif Ásgeirsson, Magnús Magnússon, dr. Steingrím Baldursson,
dr. Trausta Einarsson, Þorbjörn Sigurgeirsson svo og dr. Gunn-
ar Böðvarsson, að þeir tækju sæti í nefnd til að gera grein fyr-
ir þörfum á að bæta aðstöðuna við háskólann til raunvísinda-
legra undirstöðurannsókna svo og að gera tillögur um það efni.
Skyldu athuganir einkum taka til eðlisfræði, efnafræði, jarð-
eðlisfræði og stærðfræði, en jafnframt var óskað kannana á
tengslum við önnur raunvísindi og athugað, hvort ekki væri
rétt að stefna að raunvísindadeild við Háskólann, er tæki yfir
sem flesta þætti raunvísinda.
Nefndin skilaði ítarlegri álitsgerð snemma sumars 1961. 1
álitsgerðinni var rakin þróun raunvísindarannsókna á þessari
öld og sýnt fram á, hve ör hún hefir verið í grannlöndunum.
Þá var gerð grein fyrir athugunum á þessum málum hér á landi
og sett fram sú skoðun, að Háskólanum bæri að marka þá
stefnu, að hann yrði meginmiðstöð undirstöðurannsókna í raun-
vísindum. Slíku hlutverki gæti Háskólinn ekki gegnt, nema haf-
izt yrði handa hið allra fyrsta um að koma á fót góðri rann-
sóknaraðstöðu í raunvísindum. Var það tiilaga nefndarinnar, að
komið yrði upp byggingu, sem hefði innan sinna vébanda rann-
sóknarstofnanir í þeim fjórum greinum, sem minnzt er á hér
að framan.
Um starfsemi stofnunarinnar og starfsmenn segir svo í álits-
gerðinni:
„Starfsemi stofnunarinnar yrði i stórum dráttum þríþætt.