Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 137
117
Þar færu fram fyrirfram ákveðnar áframhaldandi mælingar og
reiknivinna og skyld störf, og er gefin hugmynd um þau á með-
fylgjandi lista. Sumt af þessum störfum er þess eðlis, að á þau
má líta sem þátttöku í alþjóðastarfi, og væri hugsanlegt, að
alþjóðleg þátttaka í kostnaði fengist. 1 annan stað væru meira
eða minna tímabundnar sérrannsóknir einstakra manna eða
deilda. í þriðja lagi mundi stofnunin taka þátt í kennslu við
háskólann og þjálfun ungra manna til vísindastarfa.
Starfslið stofnunarinnar er gert ráð fyrir að skiptist í þrjá
hópa sérfræðinga:
1) Fastir sérfræðingar, sem flestir mundu jafnframt vera
prófessorar við háskólann.
2) Lausráðnir sérfræðingar á launum hjá stofnuninni.
3) Styrkþegar, sem stofnunin greiðir ekki laun, en veitir
vinnuaðstöðu.
Aðstoðarmenn yrðu annars vegar fastráðnir, hins vegar laus-
ráðnir, og mundu þeir aðallega verða úr hópi stúdenta. Ekki er
gert ráð fyrir, að aðstoðarmenn hafi háskólapróf.
Á þessu stigi málsins telur nefndin sér ekki fært að gera ná-
kvæmar tillögur um starfsmannafjölda, en gerir eftirfarandi
tillögur til bráðabirgða.
Þegar stofnunin væri fullskipuð, er gert ráð fyrir vinnu-
aðstöðu fyrir 28 sérfræðinga með 28 aðstoðarmönnum, er skipt-
ast þannig:
Fastir Lausr. Styrk- Fastir Lausr.
sérfr. sérfr. þegar aðst.m. aðst.m,
Stærðfræði ... . 2 2 2 2 2
Eðlisfræði .... . 4 3 3 5 5
Efnafræði 2 2 2 4 4
Jarðeðlisfræði . . 2 2 2 3 3
Auk þess mætti gera ráð fyrir, að við stofnunina dveldu að
jafnaði nokkrir erlendir gestir í boði hennar. Er slíkt nú al-
siða við hliðstæðar stofnanir, enda skipti á gestum mikilvæg-
ur tengiliður í alþjóðavísindum.