Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 139
119
að yrðu fastur liður í starfsemi stofnunarinnar. Til þessa lið-
ar mætti einnig reikna öll laus húsgögn.
Tæki til einstakra tímabundinna rannsókna heyra hins veg-
ar ekki undir þennan lið, og öflun þeirra teldist til rekstrar
stofnunarinnar."
Að lokum var síðan gerð áætlun um byggingarkostnað og
annan stofnkostnað svo og væntanlegan rekstrarkostnað stofn-
imarinnar.
Þessar tillögur voru kynntar ríkisstjórn sumarið 1961. Gjöf
Bandaríkjastjórnar, sem tilkynnt var á háskólahátíð 1961, gaf
þessum tillögum byr undir vængi og gerði kleift að ráðast í
byggingarframkvæmdir, svo sem greint verður síðar í árbók-
um.
IV. KENNARAR HÁSKÓLANS
Kennarar í guðfræðideild og kennslugreinar þeirra:
Prófessorar:
Björn Magnússon: Kristileg siðfræði, kennimannleg guðfræði
(helgisiðafræði, trúkennslufræði, verklegar æfingar í barna-
spurningum), Nýjatestamentisfræði (trúarsaga Nýja testa-
mentisins, ritskýring Jóhannesarguðspjalls og Jóhannesarbréfa,
Hebreabréf, samtíðarsaga Nýja testamentisins), æfingar í bréfa-
og skýrslugerð presta.
Magnús Már Lárusson: Kirkjusaga (almenn kirkjusaga og
kirkjusaga Islands), Nýjatestamentisfræði (inngangsfræði
Nýja testamentisins, ritskýring Postulasögu og Pálsbréfa ann-
arra en hirðisbréfa).
Dr. Þórir Kr. Þórðarson: Gamlatestamentisfræði (ritskýring,
trúarsaga Israels, Inngangsfræði Gamla testamentisins, ísraels-
saga), Nýjatestamentisfræði (ritskýring samstofna guðspjcill-
anna, hirðisbréfa, Pétursbréfa og Jakobsbréfa), hebreska.