Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 178
158
I. Refsiréttur: Skýrið ákvæði almennra hegningarlaga um
skilasvik.
II. Réttarfar: Málflytjendur (lögmenn), réttindi, skyldur og
hlutverk.
m. Raunhœft verkefni.
Prófinu var lokið 26. maí.
Fyrri liluti.
1 lok fyrra misseris luku 4 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs í lögfræði: Hólmfríður Snæbjörnsdóttir, Jónatan Þór-
mundsson, Kristinn Einarsson og Stefán Már Stefánsson.
Skriflega prófið fór fram 8., 10., 13., 15. og 17. janúar.
Verkefni voru þessi:
I. Fjármunaréttur I: Hvað er vanheimild og hvaða áhrif
hefur hún?
II. Fjármunaréttur II: Sérstök sameign.
III. Sifja-, erfða- og persónuréttur:
1. Gerið í megindráttum grein fyrir reglunum um for-
eldravald.
2. Raunhœft úrlausnarefni.
IV. Stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttur: Þingrof.
V. Raunhœft verkefni.
1 lok síðara misseris luku 6 stúdentar fyrri hluta embættis-
prófs: Benedikt Sveinsson, Björn Pálsson, Haraldur Henrysson,
Skúli Pálmason, Stefán Hirst og Þorsteinn Júlíusson.
Skriflega prófið fór fram 2., 4., 7., 9. og 11. maí.
Verkefnin voru þessi:
I. Fjármunaréttur I: Hvaða þýðingu hefur það að lögum,
að loforð á sviði fjármunaréttar hefur verið samþykkt?
II. Fjármunaréttur II: Hvað er tilheyrsla, og hvaða atriði
eru það einkum, sem gefa upplýsingar um tilheyrslu
fasteigna og lausafjár?
III. Sifja-, erfða- og persónuréttur:
1. Skýrið hugtökin skilgetið barn og óskilgetið barn, og