Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Qupperneq 187
167
VII. HÁSKÓLABÓKASAFN
Ársauki varð einn hinn mesti í sögu safnsins, 6800 bindi,
og varð ljóst að áliðnu sumri 1962, að með haustinu kæmist
bindatala Hbs. í 100 þúsund auk fjölritasafns í kjarneðlis-
fræðum og smáprents alls, en talning þess hvors tveggja hef-
ur lagzt niður. Á fjárlögum ársins 1962 naut Hbs. 150 þús. kr.
framlags til bókakaupa, sem eigi hafði áður verið.
1 tilefni af afmæli háskólans hlaut safnið margar bókagjafir
og dýrmætar, og verða hér aðeins taldar þær, sem bárust frá
erlendum stofnunum: Stærst var gjöf frá háskólabókasafni
sænskumælandi Finna, safninu við Ábo Akademi, og öll ritin
voru á þeirra tungu. Mikil gjöf nýrra vísindarita barst frá
Deutsche Forschungsgemeinschaft, Bonn, og var hlekkur í
keðju sams konar gjafa hennar til Hbs. árlega síðan 1959,
en þá hófust þær með því, að skipt var meðal reykvískra safna
og skyldra stofnana ritum, er verið höfðu á nýlokinni þýzkri
bókasýningu; hlaut Hbs. öll þau 860 bindi, sem það kaus sér
af sýningunni, og Landsbókasafn önnur þau vísindarit, sem
það kaus þaðan í samráði við Hbs. Kanadastjórn gaf 25 bindi
um land sitt og menning þess. Háskólinn í Greifswáld gaf á
árinu rúm 100 bindi, þar af 80 bindi sérlega valin af Hbs.,
aðallega á sviði verkfræði- og efnafræðináms. Universitets-
forlaget í Osló færði háskólanum 400 bindi að gjöf og fyrir-
heit um að gefa í viðbót allt, sem eftir yrði óskað af útgáfu-
ritum forlagsins næstu 10 ár. Carit Andersens forlag, Kbh.,
gaf 60 bindi sinna forlagsrita, sem eru danskar bókmenntir
og aðrar heimildir um samtíðarmálefni þar. Hin líffræðilega
C'/BA-stofnun gaf að samlögðu nú og næstliðin ár rúm 50 bd.
tveggja ritraða sinna (Colloquia og Study Groups), jafnótt og
út komu. Frá Winnipegháskóla barst á árinu Winnipeg Clinic
Quarterly I—XIII. Doktorsrit ný bárust frá allmörgum há-
skólum sem fyrr. Helzt innlendra bókagjafa ársins var, að
Logi Einarsson sakadómari færði safninu 56 bindi af eftir-