Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Side 188
168
látnum erlendum ritum Einars Arnórssonar prófessors. öllum
þessum gefendum og fleiri, sem stutt hafa að viðreisn bóka-
stofns í Hbs., á safnið þakkir að gjalda fyrir framlög þeirra
og vináttu.
Björn Sigfússon.
VIII. STYRKVEITINGAR
Ríkisstjórnin veitti 12 styrki til erlendra stúdenta til náms
í íslenzku við háskólann, að upphæð kr. 17.500,00 hvern, að
viðbættum 2500 kr. bókastyrk. Styrkþegarnir voru þessir:
Jane Vaughan frá Ástralíu, Annie-Jo Yates frá Bandaríkjun-
um, Anthony Pearson frá Bretlandi, Sadao Morita frá Japan,
Harold Frederick Bjarnason frá Kanada, Li Chih-chang frá
Kína, Turid Taksdal frá Noregi, Renate Pauli frá Sambands-
lýðveldinu Þýzkalandi, Inger Grönwáld frá Svíþjóð, Aune Enni
Petro frá Finnlandi, Jóhan H. W. Poulsen frá Færeyjum, og
Preben Meulengracht Sörensen frá Danmörku.
Á þessu skólaári voru þessir styrkir veittir úr sjóðum há-
skólans.
Or Prestaskólasjóði voru Bernharði Guðmundssyni, stud.
theol., veittar 750 kr.
Af Gjöf Halldórs Andréssonar voru Ingólfi Guðmundssyni,
stud. theol., veittar 500 kr.
Úr Minningarsjóði Hannesar Hafsteins voru Sigrúnu Helga-
dóttur, stud. polyt., veittar 2.400 kr.
Úr Háskólasjóði Hins íslenzka kvenfélags voru Arnheiði Sig-
urðardóttur, stud. mag., veittar 600 kr.
Úr Minningasjóði Jóns prófasts Guðmundssonar voru Frið-
jóni Guðröðarsyni, stud. jur., veittar 750 kr.
Úr Minningarsjóði Þórunnar og Daviðs Schevings Thorsteins-
sonar var greidd húsaleiga í stúdentagarði fyrir 5 stúdenta,