Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 200
180
XI. SKÝRSLA
HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLA ÍSLANDS 1961
Árið 1961 var velta happdrættisins aukin með tvennu móti: verð
hlutamiða var hækkað og 5000 ný númer sett í umferð, þ. e. nr.
55 001 til 60 000. Verð á heilum hlut varð nú 60 kr. í stað 40 kr.
áður, i/2 hlutur varð 30 kr. og Vi 15 kr. Vinningum var fjölgað
hlutfallslega, upp í 15000, og heildarfjárhæð vinninga að sama
skapi, í 18.480.000 krónur. Sala jókst enn, úr 206880 fjórðungum
1960 í 213606, en hlutfallstalan lækkaði úr 94% 1960 í 89%, þar
sem númerin voru nú 5000 fleiri. Sala var hæst í 1. flokki.
Sala í stærstu umboðunum var í 12. flokki sem hér segir, talið
í fjórðungum hluta (tilsvarandi tölur 1960 í svigum):
Reykjavík 133695 (129784)
Akureyri 12604 (12292)
Hafnarfjörður 9514 (7925)
Keflavík 6151 (6159)
Vestmannaeyjar 4961 (4770)
Akranes 4412 (4259)
Siglufjörður 4386 (4682)
ísafjörður 3164 (3017)
Selfoss 2435 (2257)
Neskaupstaður 2013 (2038)
Stykkishólmur 1943 (1983)
í 10 stærstu umboðunum utan Reykjavíkur voru seldir 51583
(49549) fjórðungar, en í hinum 62 (64) umboðunum 28328 (27547)
fjórðungar.
Fyrir selda hlutamiða voru greiddar krónur 38.992.965,00
(25.032.790,00). Viðskiptamenn hlutu í vinninga kr. 26.263.500,00
(17.575.750,00). Ágóði af rekstri happdrættisins var kr. 8.388.146,33
(4.301.945,02), en af ágóðanum er fimmti hluti greiddur í ríkissjóð
í sérleyfisgjald. Kostnaður við rekstur happdrættisins, annar en
sölulaun, var kr. 1.989.646,67 (1.402.799,68) eða 5,1% (5,6%) af
tekjum happdrættisins.
Pétur Sigurðsson.