Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 203
183
Lyffr.deildin
Kaffistofan .
Háskóla-
bókasafnið
Orðabókin ..
Ríkissjóður .
Vinningar
f. f. árum ..
— 14.412,74
— 20.688,75
4.224,10
— 3.378,00
— 1.677.629,26
— 5.625,00
2.919.604,65
---------------- 10.471.008,88
Kr. 14.790.723,69
XII. ÝMISLEGT
LÖG
um Haiidritastofiiun Islands nr. 36, 18. apríl 1962.
1. gr.
Komið skal á fót Handritastofnun íslands.
2. gr.
Tilgangur stofnunarinnar er að vinna að aukinni þekkingu á máli,
bókmenntum og sögu íslenzku þjóðarinnar fyrr og síðar. Þetta geri
stofnunin með öflun og varðveizlu sagna um þessi efni, rannsókn-
um á heimildum um þau, útgáfu handrita og fræðirita og með
hverju öðru, sem stutt getur að þessu markmiði.
3. gr.
Stjórn stofnunarinnar sé falin nefnd manna, sem í séu þrír pró-
fessorar við Háskóla íslands, kosnir af háskólaráði til fjögurra ára
í senn, landsbókavörður, þjóðskjalavörður, þjóðminjavörður og for-
stöðumaður stofnunarinnar. Menntamálaráðherra skipar einhvern
þeirra formann stjórnarnefndarinnar. Nefndarstörfin séu ólaunuð.
4. gr.
Kveðið skal á um það í reglugerð, hvar Handritastofnunin sé
til húsa.