Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 204
184
5. gr.
Heimilt er að skipta stofnuninni í deildir eftir fræðigreinum.
Kjarni stofnunarinnar sé sú deild, sem annast útgáfu handrita eða
rita eftir handritum, svo og rannsóknir á þeim. Stofnunin taki við
starfi handritanefndar háskólans.
6. gr.
Rekstur stofnunarinnar annist sérstakur forstöðumaður. Sé hann
jafnframt prófessor í heimspekideild með takmarkaðri kennslu-
skyldu, og leiðbeini hann þeim nemendum, er taka hjá honum rit-
gerðarefni til lokaprófs. Til aðstoðar honum séu tveir menn, sem
hafi fast og fullt starf við stofnunina.
Auk þess starfi við stofnunina styrkþegar, sem ráðnir séu til
starfa um skamman tíma í senn. Heimilt er og að ráða nauðsyn-
legt starfslið til vélritunar, ljósmyndunar og annarra skrifstofu-
starfa.
Starfsmenn stofnunarinnar láti í té kennslu við háskólann í lestri
handrita, fornskriftarfræði, útgáfutækni og öðrum þeim greinum,
sem þeir eru sérfróðir um.
7. gr.
Menntamálaráðuneytið getur sett í reglugerð nánari ákvæði um
starfsemi stofnunarinnar, ef þurfa þykir, þ. á m. um skiptingu henn-
ar í deildir.
8. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
SKIPULAGSSKRÁ
um Norðmannsgjöf.
1. gr.
Sjóðurinn heitir Norðmannsgjöf og er eign Háskóla íslands. Stofn-
andi sjóðsins er norskur íslandsvinur, sem styrkja vill norræna
menningarsamvinnu. Hann óskar að nafns síns verði ekki getið
hvorki nú né síðar. Sjóðurinn er gefinn í tilefni af 50 ára afmæli
Háskóla íslands, og skal skýrt frá gjöfinni á háskólahátíð 1961.
Til sjóðsins er einnig stofnað í tilefni af þeirri ákvörðun Dana að
afhenda íslendingum handrit í Danmörku.