Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Blaðsíða 20
tíma en almennt gerist.
• Gönguhermir - þróun tækis til að auka hreyfigetu barna með helftarlömun
(cerebral palsy).
• Hugarheill - forvamir og meðferð þunglyndis hjá unglingum.
• lcelandic Online - íslenskukennsla á netinu.
• Lífeind - nýjar aðferðir í genarannsóknum. Rannsókna- og þróunarfyrirtæki í líf-
og erfðatækni. Markmiðið er að þróa og markaðssetja nýjar aðferðir til að
einangra DNA-sameindir sem innihalda erfðabreytileika. stökkbreytingar og
skemmdir.
• Líf-hlaup - þróun lyfja gegn veirusýkingum. sveppasýkingum og
bakteríusýkingum í munni og húð. í samstarfi við ertend lyfjafyrirtæki.
• Lipid Pharmaceuticals - þróun lyfs gegn meltingarfærasjúkdómum.
• Oculis - þróun aðferðar til staðbundinnar lyfjagjafar í augu.
• Oxymap - súrefnismælingar í sjónhimnu. Þróun og smíði tækjabúnaðar til
greiningar á augnsjúkdómum og notkunar í blinduvömum.
• ReMo - þróun og markaðssetning mælis sem greinir breytingar á öndun vegna
lungnasjúkdóma og eftir skurðaðgerðir á brjóstholi. Nýtist í heilbrigðisþjónustu,
einkum sjúkrahúsum og endurhæfingarstöðvum.
• Risk - þróun aðferðar til að meta og stýra meðferð við augnsjúkdómum með
stafrænni myndvinnslu.
• Tunerific - gítarstillir, hugbúnaður fyrir farsíma.
Starfsfólk háskólans hefur fengið skráð tæplega 90 einkaleyfi fyrir uppfinningar og
hugverk sín. Eitt glæsilegasta dæmið um árangur Háskóla íslands er 2.4 milljóna
evra styrkur til uppbyggingar rannsókna á sviði kerfislíffræði við skólann sem fékkst
árið 2008. Þetta er stærsti rannsóknastyrkur frá ESB sem komið hefur til íslands og
er kerfislíffræðin af mörgum talin eitt mikilvægasta rannsóknasvið framtíðarinnar.
Bundnar eru vonir við að styrkurinn geti skapað tugi nýrra starfa og leitt til stofnunar
nýrra sprotafyrirtækja. í umsóknarferli sem þessu, þar sem 90% umsókna er hafnað,
er tjóst að styrkir fást ekki nema að baki þeim búi sterk vísindastofnun sem getur
veitt fullnægjandi aðstöðu og mótframlög.
Nýsköpunarmessa
Um miðjan nóvember var haldin í fyrsta sinn Nýsköpunarmessa við Háskóla
Islands. Að viðburðinum stóðu Rannsóknaþjónusta Háskóta íslands. Upplýsingastofa
um einkaleyfi. Innovit. Einkaleyfastofa. Ámason-Faktor og Impra. Nýsköpunar-
messan var hluti af alþjóðlegri athafnaviku sem fram fór samtímis í meira en 100
löndum. Kynnt voru fjölmörg sprotafyrirtæki sem eiga rætur að rekja tit Háskóla
Islands, s.s. Hugarheill, Oxymap, Clara, Tunerific, Lífeind, lcelandic Online, Remo,
Samhengisháð ritvilluleit og Risk ehf. Einnig voru veitt hagnýtingarverðlaun Háskóta
íslands og runnu fyrstu verðlaun til verkefnisins Burðarvaka sem felst í þróun
tæknibúnaðar til að fytgjast með burði kúa. Markmiðið með Nýsköpunarmessunni
er að vekja fólk til umhugsunar um gitdi nýsköpunar og athafnasemi fyrir
samfélagið.
Gæðamál
Háskóli Islands starfrækir öflugt innra gæðakerfi auk þess sem skólinn gengst með
reglubundnum hætti undir margvíslegt ytra mat á gæðum starfseminnar. Ytri
úttektimar eru framkvæmdar af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og lítur
háskólinn á þær sem mikilvægan þátt í gæðastarfi skólans.
Þrjár viðamiklar úttektir á Háskóla íslands í heild
Á árunum 2004-2005 fóru fram þrjár viðamiklar úttektir á Háskóla Islands í heild,
þ.e. í fyrsta lagi stjórnsýstuúttekt Ríkisendurskoðunar, í öðru lagi gæðaúttekt
Samtaka evrópskra háskóla (European University Association, EUA) og í þriðja tagi
úttekt sérfræðingahóps á rannsóknastarfi og akademískum styrk Háskóta íslands.
Voru niðurstöður þessara úttekta atmennt afar jákvæðar fyrir Háskóla ístands, en í
þeim var einnig að finna gagnlegar ábendingar um frekari uppbyggingu og eftingu
skótans. I kjölfar þessara úttekta skipuðu fráfarandi rektor og verðandi rektor
starfshóp til að fara yfir niðurstöður úttektanna og gera tillögur um hvernig bregðast
mætti við þeim. Skilaði starfshópurinn rektortillögum sínum haustið 2005 og voru
þær m.a. lagðar til grundvaltar við gerð Stefnu Háskóla Islands 2006-2011.
Úttektirvegna viðurkenningar fræðasviða Háskóla íslands og
heimildar hans til að bjóða doktorsnám
I kjölfar taga um háskóta nr. 63/2006, reglna um viðurkenningu háskóla nr.
1067/2006 og regtna nr. 37/2007 um doktorsnám í háskólum fóru fram tvær
úttektarlotur á fræðasviðum Háskóla fstands og undirflokkum þeirra á árunum
18